Fundurinn verður haldinn nk. sunnudag, 18. mars, kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Það eru allir velkomnir á stofnfundinn. Meðal gesta verða Katrín Júlíusdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Mikilvægt er að ungt Samfylkingarfólk hafi sitt að segja í aðdraganda kosninganna, bæði innan flokksins og út í þjóðfélagið, ef Samfylking á að höfða til þessa aldurshóps í kosningunum. Jafnframt er nauðsynlegt að fá þessa sömu rödd inn í starf Samfylkingarinnar í Garðabæ og Álftanesi. Í aðdraganda kosninga er góður tími til að stofna nýtt félag enda stjórnmálaáhugi sjaldan meiri og því hefur verið ákveðið að boða til stofnfundar félags Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi.
Fundurinn verður haldinn nk. sunnudag, 18. mars, kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Það eru allir velkomnir á stofnfundinn.
Stjórn stofnfundarins verður í höndum Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingiskonu, og dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Ávarp – Katrín Júlíusdóttir alþingiskona og fyrrum formaður UJ
- Stofnun Ungra jafnaðarmanna í Garðbæ og Álftanesi
- Afgreiðsla laga félagsins
- Kosið í embætti nýrrar stjórnar
- Verkefni nýrrar stjórnar
- Önnur mál.
Að loknum fundi verður létt óformlegt spjall um Alþingiskosningarnar sem eru framundan með Þórunni og Katrínu.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins geta haft samband við Ásgeir Runólfsson í síma 822-8384 til að kynna sér málið frekar eða einfaldlega látið sjá sig á stofnfundinum.
Nánari upplýsingar um starfssemi Ungra jafnaðarmanna má finna á heimasíðu samtakanna, www.politik.is. Til að taka þátt í starfi hreyfingarinnar þurfa einstaklingar að vera á aldrinum 16 – 35 ára.