Stefnir dalakarlinn á Bessastaði?

Ég heyrði af því að einn af betri uppbótar þingmönnum Alþingis hefði gengið inn á bar og öskra „Jesss“ eftir að hann lýsti vantrausti á ríkisstjórnina.

Ég heyrði af því að einn af betri uppbótar þingmönnum Alþingis hefði gengið inn á bar og öskra „Jesss“ eftir að hann lýsti vantrausti á ríkisstjórnina.  Sauðahirðirinn úr Dalasýslu hefur alltaf verið trúr sjálfum sér.  Og gekk vasklega fram í gær.  Hann að vísu kom aftan að félögum sínum og er núna ómerkingur orða sinna en hvað er það þegar sannfæringin er annarsvegar? Heiðarleikinn og traust er ekkert sem stjórnmálamaður þarfá að halda.

Heimsýnarkóngurinn er nefnilega sjálfstæður maður.  Hann fer stundum upp en auðvitað fer lyftan aftur niður.  Það er bara eins og gengur.  Honum verður örugglega refsað, ómaklega, fyrir að standa með sjálfum sér með því að verða vinafár, jafnt á þingi sem annarsstaðar. En það er ekki öll nótt úti enn.

Það er nefnilega einn maður sem hefur haft svipaða stefnu í sinni pólitík.

Það skyldi þó aldrei verða að Ásmundur Einar Daðason endaði á Bessastöðum?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið