Ný stjórn UJA og ályktun

Valdís Anna Jónsdóttir var endurkjörin formaður Ungra jafnaðarmanna á Akureyri í gærkvöldi og varaformaður er Jóhann Jónsson. Fundurinn samþykkti ánægjulega álytkun um ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Á aðalfundi Ungra jafnaðarmanna á Akureyri í gær var kosin ný stjórn og var formaður félagsins endurkjörinn Valdís Anna Jónsdóttir. Aðrir stjórnarmenn UJA eru Jóhann Jónsson, varaformaður, Gunnhildur Árnadóttir, Jónas Abel Mellado, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir og Sölmundur Karl Pálsson varamaður.

Á Akureyri eru ungir jafnaðarmenn ákaflega hressir með stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar og samþykktu sérstaka ályktun þar sem lýst var „mikilli ánægju með störf ráðherra Samfylkingarinnar það sem af er kjörtímabils. Ljóst er að þeir eru öflugir málsvarar jafnaðarmannastefnunnar og beita sér af alefli við það að koma á jöfnum tækifærum fyrir alla íbúa í landinu. Má því sjá að þingflokkur Samfylkingarinnar vinnur hörðum höndum að því að uppfylla gefin kosningaloforð.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið