Neysluhyggja Íslands og alls heimsins eykst og eykst. Sífellt fleiri einstaklingar fjárfesta í hlutum eins og i-podum, útvörpum, sjónvörpum og tölvum og telur þá lífsnauðsynlega. Markaðurinn hefur veitt okkur þau skilaboð að við getum ekki verið við sjálf án þess að eiga t.d. nýjasta i-podin eða nýjustu Dell tölvuna. Gott dæmi um þetta er þegar fermingartíminn var núna í ár og þá voru ákveðnar tölvur auglýstar þannig að spurt var hvað tölva ert ÞÚ ? Svo var okkur sagt að við getum ekki verið án þess
að eiga þessa tölvu. Skilaboðin eru þannig að til þess að vera nógu góð og fullir þátttakendur í samfélaginu verðum við að fjárfesta í því nýjasta og því besta. Þar að auki eru flestir hlutir sem við kaupum í dag þannig hannaðir að þeir endast í stuttan tíma svo nauðsynlegt er að endurnýja og kaupa annan, nýrri og betri ekki löngu síðar.
Neyslukerfið sem við höfum byggt upp er ekki bara óheilbrigt fyrir okkur heldur er það einnig á síauknum hraða að gera útaf við okkar fögru móður jörð. Ef hvert einasta mannsbarn hagaði sér eins og við Íslendingar tæki það 21 jarðir að þola hvernig við göngum um umhverfið. Ég held að allir sjái að þetta kerfi er bæði hættulegt og ósjálfbært. Þar að auki eru fleiri þjóðir að nútímavæðast og taka upp sama neyslukerfið sem verður til þess að ágangur á náttúruauðlindir og umhverfið verður enn meira. Á sama tíma færast auðæfi heimsins á færri hendur.
Heimurinn allur er því á hraðri leið með að gera þessa einu jörð sem við eigum óbyggjanlega. Nú þegar endurreisn efnahagskerfisins á sér stað um allan heim hefði það verið rétt að mínu mati að byrja hugsa hvernig við viljum sjá
jörðina eftir 100 ár eða jafnvel 2000 ár en ekki hvernig við viljum sjá neyslu aukast á næstu 2 árum eða hvernig við viljum sjá framleiðslu aukast á næsta ári. Við erum að byggja upp sama kerfið og var fyrir hrunið. Ef við hverfum ekki frá þessari neyslukerfi og byrjum á sjálfbærri þróun verður ekki til nein jörð hérna eftir 100 ár eða jafnvel fyrr. Þannig eyðileggjum við plánetu afkomenda okkar.
Við getum stöðvað þetta kerfi sem virðist hafa náð stjórn á okkur og gert okkur að verri einstaklingum. Við verðum að stöðva þessa eyðingu á jörðinni sem á sér stað beint fyrir framan nefið á okkur. Markaðnum á að vera stjórnað af fólkinu. Markaðurinn á ekki að stjórna fólkinu.