Meirihlutinn ræður!

Í byrjun vikunnar urðu Hafnfirðingar vitni að einhverri mestu valdníðslu síðari ára í hafnfirskum stjórnmálum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar valtaði yfir allt sem kalla má lýðræðisleg og eðlileg vinnubrögð þegar hann boðaði til aukafundar í bæjarstjórn og afgreiddi tillögur sem hvorki fulltrúar minnihlutans né bæjarbúar höfðu fengið nægilegt svigrúm til að kynna sér.

Öll málin voru keyrð í gegn um bæjarstjórn á rúmlega klukkutíma löngum fundi. Meirihlutinn hafnaði öllum tillögum minnihlutans um að vísa tillögunum til efnislegrar meðferðar í bæjarráði. Svo fór að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu málanna og lýstu yfir fordæmingu sinni á vinnibrögðunum.

Undirritaður er orðlaus yfir þeirri vanvirðingu sem bæjarstjóri og fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn sýndu bæjarbúum öllum með þessum einræðislegu vinnubrögðum. Ljóst er að allt tal þeirra fyrir kosningar um aukið gagnsæi, íbúalýðræði og meiri samræðustjórnmál voru orðin tóm.

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 lýsti Samfylkingin sig reiðubúna til að vinna með öllum flokkum. Björt framtíð ákvað hins vegar að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í bænum. Með nýjum meirihluta komu nýjar áherslur og hinar nýju áherslur kristölluðust á bæjarstjórnarfundinum á mánudaginn. Samráð, gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð eru úr sögunni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og svo virðist sem núverandi meirihluti taki hin fleygu orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sér til fyrirmyndar: “Meirihlutinn ræður!”

Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og upplýsingafulltrúi Ungra jafnaðarmanna.

Grein þessi birtist í Fjarðarpóstinum 2. júlí 2015.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið