Loksins

rikisstjorn

LEIÐARI Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú lagt fram frumvarp sem mun binda enda á það óréttlæti sem eftirlaunalögin eru.

rikisstjorn

Alþingi Íslendinga samþykkti hin alræmdu eftirlaunalög árið 2003. Þessi lög kveða á um að þingmenn, ráðherrar, forseti og hæstaréttardómarar hljóti eftirlaunagreiðslur sem eru langt um hærri og í engu samræmi við þær sem aðrir opinberir starfsmenn fá. Íslendingum misbauð þessi sjálftaka þingmanna þegar hún var samþykkt í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Verkalýðshreyfingin krafðist þess að lögin yrðu numin úr gildi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi lögin harðlega á landsfundi flokksins árið 2007 og sagði að Samfylkingin mundi nema lögin úr gildi, fengi hún til þess umboð.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú lagt fram frumvarp sem mun binda enda á þetta óréttlæti.

Það þurfti ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar til að þetta mál næði fram að ganga. Síðasta ríkisstjórn, undir verkstjórn Sjálfstæðisflokksins, fékkst eingöngu til að samþykkja smávægilegar breytingar á lögunum. Þær breytingar sem Jóhanna og félagar leggja til nú munu spara ríkissjóði 1,7 milljarða króna á næstu fjórum árum og strax við gildistöku laganna sparast 356 milljónir króna. Ef samþykkt, taka lögin gildi 1. apríl. Þetta er því ekki aðeins réttlætisverk, heldur einnig leið til niðurskurðar sem bitnar ekki á heilbrigðis, félags- eða menntakerfinu.

Íslendingar hafa lengi krafist afnáms laganna og nú er það loksins í sjónmáli. Ef Samfylkingin ber áfram slíkt skynbragð á vilja almennings mun flokkurinn njóta þess í kosningum í vor.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand