Láttu til þín taka!

Íslenskt samfélag hefur breyst mikið síðustu árin. Eitt af því sem hefur breyst er að traust til stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka hefur farið minnkandi.

Íslenskt samfélag hefur breyst mikið síðustu árin. Eitt af því sem hefur breyst er að traust til stjórnmálamanna og stjórn- málaflokka hefur farið minnkandi. Það hefur alltaf verið til fólk sem lítur niður til stjórnmálastarfs og þeirra sem starfa á vettvangi stjórnmálaflokka. Því miður ber þjóðfélagsumræða síðustu missera með sér að slík sjónarmið verði sífellt háværari.

Stjórnmálamenn eru svo sannarlega ekki hafnir yfir gagnrýni og þeir þurfa vissulega það aðhald sem gagnrýnin, opin þjóðfélagsumræða veitir. En það lýðræðislega aðhald sem hægt er að veita stjórnmálamanni með því að kjósa einhvern annan í næstu kosningum er ekki síður mikilvægt. Að sama skapi verða menn að sýna lýðræðislegum rétti annarra virðingu og þeim stjórnmálamönnum sem aðrir kjósa til starfa fyrir sig.

Við þurfum á okkar allra besta fólki að halda í stjórnmálum. Til þess að svo megi verð þá þurfa stjórnmálin að vera samkeppnishæf við aðrar starfsgreinar hvað mannauð snertir. Stór liður í því samhengi er að stjórnmálamenn búi við gott starfsumhverfi. Að þeir þurfi ekki að þola ómálefnalegar árásir, hótanir og lítilsvirðingu. Að störfum þeirra sé sýnd virðing og þau metin að verðleikum.

Við viljum öll standa vörð um lýðræði, en stjórnmálaflokkar eru einn hornsteinn þess. Í stjórnmálaflokkum kemur saman fólk sem deilir sömu hugsjónum – það mótar stefnu í einstökum málum og velur sér fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir. Íslenskir stjórnmálaflokkar lýðræðislegar stofnanir, í þeim starfar fjölbreyttur hópur fólks með sterka lýðræðisvitund.

Í stjórnmálastarfi öðlast fólk mikilvæga og fjölbreytta reynslu sem nýtist vel í námi og starfi. Samstarfshæfileikar, ritfærni, ræðumennska og gagnrýnin hugsun eru allt hæfileikar sem fólk getur þroskað innan stjórnmálaflokkanna. Auk þess öðlast fólk aukna þekkingu á því hvernig samfélagið virkar. Á vettvangi stjórnmálanna kynnist maður hópi fólks sem deilir hugsjónum og, þar kynnist fólk sem hefur ólíkar skoðanir, sem er ekki síður mikilvægt. Þar eignast menn vini og samherja fyrir lífstíð.

Mikill minnihluti þeirra sem taka þátt í starfi stjórnmálaflokka ganga með stjórnmálaferil í maganum. Menn þurfa ekki að sitja á þingi eða í sveitarstjórnum til að geta haft áhrif. Um þessar mundir, þegar ástandið í samfélaginu er eins og raun ber vitni, hefur aldrei verið jafn mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið láti til sín taka og reyni að hafa áhrif á samfélag sitt til hins betra. Stjórnmálaflokkarnir eru vettvangurinn til þess.

Eftir: Guðrúnu Jónu Jónsdóttur, formann UJ, Ástu Hlín Magnúsdóttur, formann SUF, Davíð Þorláksson, formann SUS, og Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur, formann UVG

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand