Landsþing Ungs jafnaðarfólks – UJ var haldið í dag, laugardaginn, 27. ágúst, í Kornhlöðunni í Reykjavík. Arnór Heiðar Benónýsson, 25 ára kennaranemi, var kjörinn forseti UJ og tekur við af Rögnu Sigurðardóttur sem gegnt hefur embættinu undanfarin tvö ár.
„Við stöndum á tímamótum og ég skora á ungt fólk sem trúir því að hægt sé að standa betur við stjórn landsins að ganga til liðs við ungt jafnaðarfólk og taka þátt í baráttunni með okkur.“
Landsþing UJ samþykkti stjórnmálaályktun sem er aðgengileg í heild hér. Ályktað var um stöðu ungs fólks í samfélaginu og sérstaklega vikið að mótvægisaðgerðum fyrir ungt og tekjulægra fólk vegna verðbólgu og vaxtahækkana, sviknum loforðum ríkisstjórnarinnar gagnvart leigjendum og mikilvægi þess að skapa pláss fyrir iðnnema svo menntakerfið mismuni fólki ekki eftir áhuga og hæfileikum.
„Ungt jafnaðarfólk skorar á ríkisstjórnina að viðurkenna vandann og ráðast í raunverulegar mótvægisaðgerðir fyrir ungt og tekjulægra fólk en brjóta ekki verðbólguna á baki þessara hópa, eins og stefnir í að óbreyttu.“
Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin:
Aldís Mjöll Geirsdóttir,
Arnór Heiðar Benónýsson forseti,
Ármann Leifsson,
Gunnar Örn Stephensen,
Jóhannes Óli Sveinsson,
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir,
Sigurjóna Hauksdóttir og
Soffía Svanhvít Árnadóttir, fulltrúi framhaldsskólanema
Í miðstjórn UJ voru kjörin:
Alexandra Ýr van Erven,
Arna Dís Heiðarsdóttir,
Brynjar Bragi Einarsson,
Elva María Birgisdóttir,
Gréta Dögg Þórisdóttir,
Ingiríður Halldórsdóttir,
Magnús Orri Aðalsteinsson,
Ólafur Kjaran Árnason,
Ragna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Huldu Örnudóttir Dagsdóttir,
Sigurður Vopni Vatnsdal og
Stein Olav Romslo