Frjálst ríki Palestínu

Í dag miðvikudag, hefst 66. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Næstkomandi föstudag mun svo sendinefnd Palestínumanna óska formlega eftir fullri aðild Palestínu að samtökunum og verði þar með viðurkennd sem sjálfstætt ríki.

Í dag miðvikudag, hefst 66. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Næstkomandi föstudag mun svo sendinefnd Palestínumanna óska formlega eftir fullri aðild Palestínu að samtökunum og verði þar með viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Um helgina mun allsherjarþing SÞ síðan taka afstöðu til beiðni Palestínumanna.

Ungir jafnaðarmenn hafa stutt frjálsa Palestínu og taka þátt í þessari baráttu með því að sýna samstöðu með systursamtökum sínum í Palestínu, Fateh Youth. Að þeirra beiðni var tekin mynd af hluta af stuðningsmönnum frjálsrar Palestínu með íslenska fánann, þann palesínska og fána Sameinuðu þjóðanna og svo að lokum töluna 194, hún stendur fyrir það að ef aðild Palestínu verður samþykkt verður Palestína 194. ríki Sameinuðu þjóðanna.

Ungir jafnaðarmenn styðja heilshugar kröfu Palestínubúa um sjálfstætt ríki og fagna ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar  utanríkisráðherra um að hann muni greiða tillögu þess efnis atkvæði sitt á alsherjarþinginu.

Félagið Ísland – Palestína stendur fyrir Samstöðufundi um felsi og sjálfstætt ríki Palestínu á fimmtudaginn kl 17:00 fyrir utan bandaríska sendiráðið og hvetjum við alla til að mæta.

Það er mikilvægt að ungt fólk allstaðar að standi saman með frelsinu og gegn hatri og fordómum.

Hvetjum við allt ungt fólk til að mæta og taka þátt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand