Aðsend grein – Kerfishrun og ábyrgð

Aðsend grein frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur Rannsóknarskýrslan verður hvorki endanlegur dómur eða endapunktur í uppgjöri þjóðarinnar við hrunið, en hún mun vonandi hjálpa okkur að skilja betur hvað fór úrskeiðis og hverjir báru ábyrgð.

Aðsend grein frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur Rannsóknarskýrslan verður hvorki endanlegur dómur eða endapunktur í uppgjöri þjóðarinnar við hrunið, en hún mun vonandi hjálpa okkur að skilja betur hvað fór úrskeiðis og hverjir báru ábyrgð.

Aðsend grein frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar

Á mánudaginn er biðin á enda: rannsóknarskýrslan verður gerð opinber. Skýrslan er hvorki endanlegur dómur eða endapunktur í uppgjöri þjóðarinnar við hrunið, en hún mun vonandi hjálpa okkur að skilja betur hvað fór úrskeiðis og hverjir báru á því ábyrgð. Það er ekki síst spurningin um ábyrgð sem brennur á almenningi. Þessi ábyrgð er af ýmsum toga: lagaleg, siðferðileg og pólitísk.

Við hrunið blasti við neyðarástand í fjármálum þjóðarinnar. Það blasti einnig við að enginn var tilbúinn að axla ábyrgð á þessu neyðarástandi. Ekki benda á mig, var sameiginlegur kór þeirra sem ábyrgð báru. Allir bentu á einhverja aðra og helst til útlanda. Þetta ástand þarf ekki að koma á óvart, en er óviðunandi í lýðræðisþjóðfélagi. Almenningur getur ekki sætt sig við kerfishrun án ábyrgðarmanna, enda engin ástæða til slíks.

Enginn einn einstaklingur eða stofnun ber ábyrgð á bankahruninu. Hér beinast spjótin að mörgum. Mesta ábyrgðina bera að sjálfsögðu stjórnendur, bankaráð og stærstu hluthafar gömlu bankanna. Þeirra ákvarðanir, ekki síst óhófleg áhættusækni, voru grundvöllur ofþenslu og síðar hruns bankanna. Frá hruni hafa ýmsar fróðlegar upplýsingar komið fram um starfsemi bankanna, nú síðast við stefnu skilanefndar Glitnis gegn fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Ábyrgð þessa fólks er mikil, en viljinn til að viðurkenna hana virðist því miður lítill.

Eftirlitsstofnanir ríkisins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, bera augljóslega mikla ábyrgð á þróun og hruni bankakerfisins. Almenningur getur eðlilega sagt að viðskiptabankarnir hafi ekki starfað í þeirra umboði, en það gerðu stofnanir ríkisins óumdeilanlega. Þegar í ljós kom að þessar stofnanir voru ekki vandanum vaxnar og höfðu brugðist hlutverki sínu, blasti við að skipta þyrfti um stjórnendur þeirra. Það má því segja að þeir hafi verið látnir axla ábyrgð á stofnunum sínum, enda nýir stjórnendur forsenda þess að byggja upp traust að nýju.

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar mun eflaust varpa nýju ljósi á bankakerfið og samskipti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við það. Mesta eftirvæntingin er þó að vita hvað nefndin segir um ríkisstjórnir síðustu ára, m.a. ríkisstjórn Geirs H. Haarde, en þar liggur hin pólitíska ábyrgð og jafnvel lagaleg ábyrgð einnig ef skýrslan gefur tilefni til slíks.

Á mánudaginn má búast við því að sami gamli leikurinn hefjist að nýju: enginn kannist við að bera ábyrgð á neinu og bendi á aðra. Nauðsynlegt er að Samfylkingin taki ekki þátt í þessum leik, enda er það mikilvægt fyrir innra starf flokksins og traust kjósenda á störfum hans. Þegar skýrslan liggur fyrir verður hver og einn að gangast við ábyrgð sinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand