Jón Grétar kjörinn formaður í Hafnarfirði

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var haldin föstudaginn 17. september 2010. Jón Grétar Þórsson kjörinn í spennuþrunginni kosningu um formannssætið.

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var haldin föstudaginn 17. september 2010.

Á vel sóttum fundi Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var Jón Grétar Þórsson kjörinn í spennuþrunginni kosningu um formannssætið. Önnur sæti skipa:

Dagbjört Gunnarsdóttir varaformaður

Geir Guðbrandsson gjaldkeri

Ingimar Bjarni Sverrisson ritari og marskálkur

Valgeir Helgi Bergþórsson meðstjórnandi

Ingimar Ingimarsson lögsögumaður

Í ritstjórn Mír sitja Jón Grétar Þórsson og Valgeir Helgi Bergþórsson

Á fundinum voru eftirtaldar ályktanir samþykktar:

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði krefjast þessa að Jón Bjarnason sjávarsútvegs og landbúnarráðherra hætti að vinna gegn stefnu ríkisstjórnarinnar ella segi af sér ráðherrastól.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði fagna skýrslu svokallaðrar Atlanefndar um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Sú niðurstaða sem Atlanefndin var á eitt sátt um hefur löngum verið á stefnuskrá Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa ávallt lagt áherslu á að skýr mörk séu á milli Alþingis og ráðherra. Með tillögum nefndarinnar verður Alþingi loks gert frjálst undan ráðherravaldi. Breyting þessi er ekki aðeins nauðsynleg alþingismönnum sem erfitt hafa átt með að koma sínum málum fram á Alþingi heldur einnig lýðræðinu. Ráðherrar eru ekki kosnir af þjóðinni og eiga því ekki að hafa slíkt ægivald yfir þjóðkjörnu Alþingi Íslendinga.

Ungir jafnaðarmenn telja hugmyndina um landsdóm þó varhugaverða, sérstaklega vegna þess að sú ríkisstjórn sem einblínt er á er ekki hugmyndasmiður frjálshyggju brjálæðisins sem varð bankakerfinu og okkur öllum að fjörtjóni. Þegar tekið er tillit til rannsóknarskýrslunnar er augljóst að það var hugmyndafræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setti hér allt á hvolf. Því er fáránlegt að reyna að hengja ráðherra sem komu nýir inn áirð 2007, sérstaklega þá ráðherra sem haldið var með öllum leiðum utan við málin. Rétta ætti yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þar má nefna auk þeirra tveggja, Valgerði Sverrisdóttir, Finn Ingólfsson, Árna M. Matthiesen, Geir H. Haarde og fleiri. Rétta á yfir þeim sem eiga sökina en ekki yfir þeim sem reyndu að bjarga þjóðinni.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma það að Kristrún Heimisdóttir aðstoðarmaður  efnahags og viðskiptaráðherra hafi látið þau ummæli falla opinberlega að henni hugnaðist vel sá kostur að stofna til sérstaks framboðs kvenna til Alþingis. Hver sá sem skilja vill, sér að slíkt farmboð yrði augljóslega til höfuðs framboðs ríkisstjórnarflokkanna. Því leggja UjH til að Kristrún segi starfi sínu lausu þegar í stað.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja til að ráðherrar Samfylkingarinnar sýni gott fordæmi og taki sér leyfi frá þingmennsku á meðan að þeir gegna ráðherraembætti.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafna algjörlega að settir séu peningar í herbrölt NATO ríkja undir nöfnum æfinga. Það er með öllu óverjandi að milljónir fari í stríðsbrölt NATO á meðan mæðrastyrksnefnd þarf að loka yfir sumartímann.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand