Ef að við ætlum að vera lýðræðisríki er ég svo sannarlega fylgjandi auknum lýðræðislegum rétti fólksins í landinu. Beint lýðræði getur verið gott að mörgu leiti. Það skapar mikilvæga umræðu auk þess sem að ákvörðunarvaldið færist af höndum fárra yfir á hendur allra. Mjög gott mál.
Ríkisábyrgð Icesave hentar samt engan vegin til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Milliríkjasamningar og fjárlög ríkisins eru dæmi um mál sem henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú einfalda staðreynd að ríkið þarf ekki bara að taka vinsælar ákvarðanir, heldur þarf ríkið að taka óvinsælar og óþægilegar en nauðsynlegar aðgerðir. Að einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið er hreint og klárt ömurleg hugmynd. En samt staðreynd í tilfelli bankanna okkar.
Bönkunum var sleppt lausum. Virðist meira að segja verið hafa leift að vera algerlega án eftirlits. Þar eiga Bretar og Hollendingar vissulega einhvern þátt í málinu. Það sem íslenska ríkið gerði þó var að leifa bönkunum að kynna starsemi sína sem örugga leið fyrir viðskiptavini sína, því hún var með ríkisábyrgð. Það er ekki mikið flóknara en það.
Málið fer heldur ekki fyrir dómstóla, því við eigum tilheyrum hreinlega engum sameiginlegum dómsstólum með Bretum og Hollendingum. Þannig að til þess að málið fari fyrir dómsstóla þurfa Bretar og Hollendingar að stefna okkur fyrir íslenskum dómsstólum, en það hafa þeir sagt að þeir muni ekki gera. Það er því ljóst að Icesave verður ekki leyst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Við getum því ekki skorast undan eigin loforðum (eða öllu heldur loforðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks), heldur þurfum við því miður og taka upp veskið og borga.