Við hvetjum ríkisstjórnina til að standa fast við ákvarðanir sínar um að koma á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar með innköllun aflaheimilda og endurúthlutun þeirra gegn gjaldi. Minnt er á að aðgengi að auðlindum sjávar eigi ekki frekar en aðgengi að öðrum auðlindum að vera læst í höndum fárra og án afgjalds af auðlindinni eins og nú er.
Mikilvægt er að ná þessu máli inn á þingið á yfirstandandi þingi, því eins og kannanir hafa sýnt er afgerandi stuðningur við þjóðareign mikilvægustu auðlinda og að tryggt sé að þjóðin njóti arðsins af nýtingu þeirra. Samráðsvinnu ætti nú að vera löngu lokið og hefur vinna við að semja frumvarpið tekið rúma 3 mánuði upp úr skýrslu sáttanefndar semGuðbjartur Hannesson stýrði. LÍÚ stakk af frá borði í því samráði en kom svo aftur, það var þeirra val en nú er boltinn hjá ríkisstjórninni að klára þetta mikla réttlætismál.
Það er mikilvægt að klára frumvarpið, sérstaklega í ljósi þess að valdabaráttan um samfélagið hefur aldrei verið meiri, gamlir valdhákar sækjast eftir völdum úr öllum áttum og mikilvægt er fyrir ríkisstjónina að sýna þjóðinni að ríkisstjórnarflokkarnir starfi fyrir fólkið í landinu en ekki lokaðar valdaklíkur.