Höldum lýðræðistilrauninni áfram

„Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“

Svo hljóðaði spurning 1 af 6 sem lagðar voru fyrir þjóðina 20. október 2012. 64,2 prósent kjósenda svöruðu þessari spurningu játandi. Niðurstaðan er afgerandi. Meirihluti þjóðarinnar vill nýja stjórnarskrá. Þetta er sá þjóðarvilji sem liggur fyrir og er í gildi.

Á síðasta kjörtímabili var farið í merkilegustu lýðræðistilraun okkar tíma. Þjóðin kom saman og skrifaði sína eigin stjórnarskrá frá grunni. Þetta ferli var einstakt og vakti athygli á heimsvísu. Þó Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að koma í veg fyrir samþykkt stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili þá lifa tillögur stjórnlagaráðs enn góðu lífi.

Þjóðin kaus ekki um mjög takmarkaðar breytingar á gömlu stjórnarskránni, byggðum á lægsta samnefnara í sátt við sérhafsmunaöflin. Þjóðin kaus um nýja stjórnarskrá, skrifaða af henni sjálfri í takt við áherslur nútímans. Í næstu alþingiskosningum verðum við að koma sérhagsmunaöflunum frá völdum og sameinast um að vinna áfram með tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, stjórnarskrá þjóðarinnar. Fáum þjóðina aftur að borðinu og höldum lýðræðistilrauninni áfram.

Ég er ánægður með að þetta viðhorf hafi verið ríkjandi á vel sóttum fundi Samfylkingarinnar um stjórnarskrármálið um helgina.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand