Hið íslenska ráðherraveldi

Íslensk stjórnskipun byggist á grunni þrískipts valds, þ.e. framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, en skilin á milli hinna þriggja stöpla valdsins eru ekki alveg skýr, hvað þá jöfn. Valdajafnvægi íslenskrar stjórnskipunar er hliðholl framkvæmdarvaldinu, á kostnað löggjafarvaldsins, og það hefur fært ráðherrum þjóðarinnar mikil völd. Í vissum skilningi má segja að lifum í ráðherraveldi en ekki lýðveldi. Hin miklu völd framkvæmdarvaldsins verða á vissan hátt skilin með hliðsjón af sögu íslenska lýðveldisins, sem einkenndist meðal annars af mikilli efnahagsólgu og miklum pólitískum erjum, allt frá lýðveldisstofnun og nánast út alla 20.öldina. Ráðherrar þurftu oft að grípa til örþrifaráða í efnahagsmálum, oft í blindni virðist manni, til að afstýra slysum, og skiljanlegt að valdsvið þeirra hafi þurft að vera ansi vítt. Örþrifaráð í efnahagsmálum voru oftast ekki vinsælar aðgerðir, og komu harðast niður á hinum almenna launamanni í formi hækkandi vöruverðs og lækkandi kaupmáttar. Nú er hins vegar svo komið að tímar mikilla efnahagsólgu virðast að baki, þrátt fyrir það erum við alltaf að reka okkur í beinagrindur gamalla tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist markvisst hindra að verði endanlega grafnar í grafreit sögunnar. Ég er ekki gamall að árum, og pólitískur áhugi minn því frekar nýr af nálinni. Þegar ég lít til baka held ég að áhuga minn á pólitík hafi kviknað samfara auknum áhuga á sögu. Frelsisstríð Bandaríkjanna 1776 og franska byltingin 1789 lögðu grunnin að því lýðræði sem vestræn ríki lifa við í dag, þó að oft hafi að þrengt. En hvað er lýðræði? Í frönsku byltingunni börðust menn fyrir þeim réttindum sem þykja sjálfssögð; kosningarétturinn, frelsi til afskipta af stjórnmálum og atvinnufrelsi. En má þá segja að lýðræðið sé fullkomnað, nú þegar þessi réttindi sem og önnur sjálfssögð mannréttindi, hafa verið tryggð í stjórnarskránni? Er lýðræðið eitthvað sem hefur verið tryggt og við þurfum ekki lengur að hafa áhyggjur af? Eða er lýðræði eitthvað sem er enn í mótun, eitthvað sem þarf að hlúa að með málefnalegri umræðu og skoðanaskiptum stjórnmálamanna og leikmanna? Fyrir minn part er svarið augljóst, en viss öfl í þjóðfélaginu virðast ekki deila þessari skoðun minni og telja þessa umræðu augljóslega óþarft lýðskrum.

Gamaldags ráðherraveldi
Íslensk stjórnskipun byggist á grunni þrískipts valds, þ.e. framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds, en skilin á milli hinna þriggja stöpla valdsins eru ekki alveg skýr, hvað þá jöfn. Valdajafnvægi íslenskrar stjórnskipunar er hliðholl framkvæmdarvaldinu, á kostnað löggjafarvaldsins, og það hefur fært ráðherrum þjóðarinnar mikil völd. Í vissum skilningi má segja að lifum í ráðherraveldi en ekki lýðveldi. Hin miklu völd framkvæmdarvaldsins verða á vissan hátt skilin með hliðsjón af sögu íslenska lýðveldisins, sem einkenndist meðal annars af mikilli efnahagsólgu og miklum pólitískum erjum, allt frá lýðveldisstofnun og nánast út alla 20.öldina. Ráðherrar þurftu oft að grípa til örþrifaráða í efnahagsmálum, oft í blindni virðist manni, til að afstýra slysum, og skiljanlegt að valdsvið þeirra hafi þurft að vera ansi vítt. Örþrifaráð í efnahagsmálum voru oftast ekki vinsælar aðgerðir, og komu harðast niður á hinum almenna launamanni í formi hækkandi vöruverðs og lækkandi kaupmáttar. Nú er hins vegar svo komið að tímar mikilla efnahagsólgu virðast að baki, þrátt fyrir það erum við alltaf að reka okkur í beinagrindur gamalla tíma, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist markvisst hindra að verði endanlega grafnar í grafreit sögunnar.

Tími til að vakna og skynja breytta tíma
Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér er nýleg ráðning Björns Bjarnasonar á splúnkunýjum hæstaréttardómara, mjög umdeildri ráðningu eins og flestum er kunnugt. Ekki nóg með það að Björn gangi þvert á umsögn Hæstaréttar og burtséð frá því að hinn nýbakaði dómari sé náfrændi Davíðs Oddssonar, þá virðist hann einnig lakasti kosturinn ef tekið er mið af menntun og reynslu, og varpar það mestum skugga á þessa ráðningu. Í reynd þurfti Björn ekki að fylgja umsögn Hæstaréttar, því dómsmálaráðherra er einvaldur þegar kemur að vali Hæstaréttardómara, sem sýnir í hnotskurn vald framkvæmdavaldsins yfir löggjafar- og dómsvaldinu. Hér virtist sem grundvöllur fyrir umræðu um lýðræðið í landinu hefði skapast, því gagnsæi í ákvörðunartöku er hugtak nútímans. Björn var nú fljótur að sanna að hann teldi þessa umræðu óþarft lýðskrum, því við fyrsta tækifæri ýtti hann umræðunni niður á lægsta plan. Þetta kom lýðræðinu ekkert við, að mati Björns, heldur snerist þetta um pólitískar aðfarir að honum, en það átti rætur að rekja til þess að hann kæmi úr stórpólitískri fjölskyldu, og hefði það fylgt honum allan hans pólitíska feril. Enda væru menn nú varla að halda því fram að hann léti frændskap hafa áhrif á ákvörðunartöku (það væri nú aldrei!). Það sýndi einnig afstöðu hans til Alþingis að þegar hann var spurður um hugmyndir þess efnis, að 2/3 hlutar Alþingis yrðu að samþykkja ráðningu Hæstaréttardómara, ella færi málið fyrir nefnd, þá svaraði Björn eitthvað á þá leið að nefndarvinnan myndi stranda á rifrildum, eins og menn þekktu af störfum Alþingis. Svipaða afstöðu var að finna hjá Bjarna Benediktssyni, nýbökuðum alþingismanni og væntanlega framtíðarmanni í þingflokki Sjálfstæðismanna, skömmu á eftir Birni. Þetta sýnir einfaldlega í orði og verki að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki vörð um lýðræðið, heldur þvert á móti þráast þeir allir, ungir sem aldnir, við allri umræðu um lýðræði og gagnsæi. Enda er gagnsæi eitthvað sem rekja má til bolsa og austur-þýskra komma, eins og flest sem illa fer, er það ekki Bjössi?

Maður ávaxtar eins og maður sáir
Það kom mér því ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skorað langhæst í skoðanakönnum um viðhorf almennings til spillingar innan stjórnmálaflokka. Pétur Blöndal var hins vegar fljótur að koma auga á ástæðuna fyrir því. Auðvitað var það vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi í stjórnarráðinu, og því væri eðlilegt að þetta viðhorf ríkti. Þetta er auðvitað hárrétt hjá Pétri, því að sú staðreynd að forystuflokkur ríkisstjórnarinnar til margra ára skuli forðast allar málefnalegar umræður um gagnsæi í ákvarðanatöku og góða stjórnarhætti hlýtur að skilja eftir sig ugg hjá hinum almenna kjósenda. Forystuflokkur í ríkisstjórn á að taka frumkvæði að því að hlúa að lýðræðinu, annað vekur upp tortryggni. Svo einfalt er það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand