Hallveig: Natan Kolbeinsson stefnir á formannsembættið

Natan Kolbeinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Hallveigar Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.
Natan Kolbeinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Hallveigar Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík. Natan hefur verið varaformaður í félaginu síðasta árið, auk þess að hafa starfað sem málefnastjóri fyrir Unga Jafnaðarmenn 2010-2011. Natan ætlar að leggja áherslu á að Hallveig verði virkt aðhald við borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar og að þjónusta í Reykjavík verði efld fyrir ungt fólk eftir að mikil niðurskurður síðustu ára hefur leikið ungt fólk grátt.
Hallveig hefur alla burði til að verða öflugt félag ungs jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjavík og það er stefna mín að sýna fólki innan sem utan flokksins þann mikla eldmóð sem í félaginu býr. Framboð mitt er hluti að stærra heildarframboði til stjórnar og eru eftirfarandi með mér í framboði til stjórnar.
Formaður: Natan Kolbeinsson
Varaformaður: Unnur Sesselía Ólafsdóttir
Ritari: Kristján Sigurður Þórsson
Gjaldkeri: Júlía Aradóttir
Meðstjórnendur: Viktor Stefánsson, Hjördís Lára Hlíðberg, Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir Kvaran.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið