Hallveig hvetur Menntamálaráðherra til að leita lausna í máli Kvikmyndaskólans

Hallveig, félag Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík, telur það mikil vonbrigði að ekki hafi verið aukið við fjárframlög til Kvikmyndaskóla Íslands.

Hallveig, félag Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík, telur það mikil vonbrigði að ekki hafi verið aukið við fjárframlög til Kvikmyndaskóla Íslands. Það eru mikil vonbrigði að ekki sé hægt að byggja upp menntakerfi þar sem allir geta fundið sér nám við hæfi. Stjórn Hallveigar tekur undir orð Þráins Bertelssonar: „Ef þetta land hefur ekki efni á að útskrifa 50 manns með einhverja bestu menntun fáanlega í kvikmyndagerð, á meðan við höfum efni á því að útskrifa 200 hálfmenntaða innheimtulögfræðinga á ári, þá er illa komið fyrir þessari þjóð“. Þá hvetjum við í stjórn Hallveigar starfandi menntamálaráðherrra, Svandísi Svavarsdóttur, til að endurskoða þessa ákvörðun.

Einsleitt menntakerfi er letjandi fyrir ungt fólk, sér í lagi ungt fólk sem á sér ekki viðreisnar von á krepputímum. Jafnaðar og vinstrimenn hafa núna sérstakt tækifæri til að byggja upp nýtt samfélag og á menntakerfið að vera sérstaklega skoðað með það að markmiði að gera það öflugra og fjölbreyttara.

Þó svo að ríkisstjórnin og ríkisendurskoðun telji rekstrarskilyrði skólans léleg, er algerlega ótækt að kippa tilverugrundvelli kvikmyndaskólans undan honum á einu bretti. Ríkisstjórnin og menntamálaráðuneytið verður að framlengja samning við kvikmyndaskólann og nýta starfsárið til að leita nýrra lausna við vandamálum skólans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið