Ályktun Ungra Jafnaðarmanna vegna Dirty Night

Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir ánægju sinni með ákvörðun Jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar um að leggja fram kæru á hendur skemmtanahaldara Players og umboðsskrifstofunni agent.is vegna Dirty night sem fram fór á laugardagskvöldið síðasta. Þá harma Ungir jafnaðarmenn jafnframt þá miklu auglýsingu sem þessi viðburður hefur fengið í fjölmiðlum. Viðburðir af þessu tagi ýta undir kynjaðar staðalmyndir, hlutgera stúlkur og konur, og koma inn óheilbrigðum hugmyndum um hlutverk kynjanna hjá ungu fólki. Þá leggja Ungir jafnaðarmenn einnig áherslu á að einstaklingsfrelsi eins má aldrei vera svo mikið að það skerði einstaklingsfrelsi annars.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand