Guðrún Jóna Jónsdóttir kjörin formaður UJ

Guðrún Jóna Jónsdóttir er nýkjörinn formaður UJ.

Guðrún Jóna Jónsdóttir er nýkjörinn formaður UJ. Einnig situr hún í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, jafnréttisráði Kópavogs og í stýrihóp um orkustefnu Íslands fyrir Iðnaðarráðuneytið. Guðrún Jóna er tölvunarfræðingur og starfar hjá MarOrku.

Önnur embætti framkvæmdarstjórnar:

Varaformaður: Ásþór Sævar Ásþórsson

Gjaldkeri: Lárus Rögnvaldur Haraldsson

Málefnastjóri: Natan Kolbeinsson

Fræðslustjóri: Rósanna Andrésdóttir

Útgáfustjóri: Fríða Stefánsdóttir

Alþjóðafulltrúi: Sigrún Skaftadóttir

Miðstjórn hreyfingarinnar er svo skipuð:

Arnór Bjarki Svarfdal

Ásdís Sigtryggsdóttir

Eva H. Baldursdóttir

Eva Indriðadóttir

Geir Guðbrandsson

Höskuldur Sæmundsson

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Steinunn Ýr Birgisdóttir

Úr ræðu formanns:

Ég ber miklar væntingar til Umbótanefndar Samfylkingarinnar. Fyrir okkur sem störfum innan flokksins er ljóst að róttækra breytinga á innra starfi hans er þörf. sambandsleysið milli forystu og grasrótar er nú algjört. Þetta þarf að breytast strax. Flokkurinn okkar þarf að viðurkenna sína veikleika fyrr og nú. Við skulum ekki halda að þó fyrrverandi formaður okkar Ingibjörg Sólrún hafi stigið úr stóli að þá sé flokkurinn hvítþveginn. Samfylkingin er alls ekki höfundur Hrunsins en við vorum meðvirk á vaktinni. Á föstudag voru gefin út fjárlög, sem fjármálaráðherra kallar hrunfjárlög. Fæðingarorlofssjóður á enn á ný að verða fyrir skurðarhnífnum og er ég hrædd um að sá niðurskurður gangi ekki til baka. Ég krefst þess að þessi fyrirhugaða aðgerð verði ekki að veruleika! Fæðingarorlofssjóður er ekki lúxusstofnun heldur grunnþjónusta.

Ungir jafnaðarmenn ítreka enn á ný í ályktunum þessa þings að við viljum grænt hagkerfi, Við höfnum byggingu fleiri álvera af því þau þjóna ekki hagsmunum komandi kynslóða. Við hvetjum iðnaðarráðherra til að standa gegn virkjanaframkvæmdum fyrir álver við Helguvík. Við eigum ekki óþrjótandi orku og ég hafna því að henni verði allri eytt í meiri mengandi stóriðju! Ungir jafnaðarmenn skora líka á íslenska ríkið að afgreiða annan áfanga rammaáætlunar. Það þarf að upplýsa íslensku þjóðina um orkuframleiðslugetu Íslands til næstu 40 ára.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand