Guðrún Jóna & Jóhanna Sigurðardóttir verða viðstaddar minningarathöfn í Osló

Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna og Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra verða viðstaddar minningarathöfn Í Osló á morgun.

Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna og Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra verða viðstaddar minningarathöfn sem Verkamannaflokkurinn og ungliðahreyfing Verkamannaflokksins (AUF) boða til í Osló á morgun, föstudaginn 29. júlí kl. 13.00 vegna hinna hörmulegu atburða í Útey sl. föstudag. Formönnum systurflokka okkar á Norðurlöndum var boðið á athöfnina ásamt formönnum ungliðahreyfinganna.

Ungir jafnaðarmenn hafa sent blóm og samúðarkveðjur til vina sinna og kunningja í AUF.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur