Um þessar mundir – nánar tiltekið á morgun 18. janúar – eru liðin tíu ár frá því samtökin Gróska voru stofnuð á geysifjölmennum fundi í Loftkastalanum. Af þessu tilefni verður blásið til ráðstefnu um jafnaðarstefnuna að Hallveigarstíg , laugardaginn 20. janúar. Um þessar mundir – nánar tiltekið á morgun 18. janúar – eru liðin tíu ár frá því samtökin Gróska voru stofnuð á fjölmennum fundi í Loftkastalanum. Af þessu tilefni verður blásið til ráðstefnu um jafnaðarstefnuna að Hallveigarstíg , laugardaginn 20. janúar, milli kl. 13.30 og 18.00.
Gróska voru samtök sem samanstóðu af fólki úr ungliðahreyfingum Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Þjóðvaka, Kvennalista auk fjölda fólks sem ekki tilheyrði stjórnmálaflokki. Markmið samtakanna var að þrýsta á um sameiningu þessara flokka en umræða um sameiningu var að komast á mikið skrið á þessum tíma.
Á vefsíðum Hreins Hreinssonar og Björgvins Guðna Sigurðssonar er m.a. hægt að lesa nánar um sögu Grósku.
Erindin á ráðstefnunni á laugardaginn verða sem hér segir:
Gróska – In memorium
– Aðdragandi að stofnun Grósku
Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður
Hreinn Hreinsson, vefstjóri
Lýðræði og flokkakerfið
– Aukið lýðræði og aukin áhrif kjósenda
Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Jafnaðarstefnan og réttlætið
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78
Höfum við gengið til góðs?
– Gildi menntunar í samfélaginu og staða Íslands
Bryndís Hlöðversdóttir , aðstoðarrektor á Háskólanum á Bifröst
Opið land
– Samband Íslands við umheiminn, staðan gagnvart ESB
Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Hugmyndafræði jafnaðastefnunnar í kapítalískum heimi
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
Feminisminn og jafnaðarstefnan
– Hvernig hefur hugmyndum Kvennalistans reitt af í Samfylkingunni. Eiga feministar og jafnaðarmenn samleið?
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
Draumaland jafnaðarmanna
– Jafnaðarstefnan og umhverfisvernd
Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri þingfl Samfylkingarinnar
Almannaheill og frjáls vilji
– Tilbrigði við heilbrigði
Héðinn Unnsteinsson
Efnahagskerfið og jafnaðarstefnan
– Áherslur jafnaðarmanna og efnahagskerfið.
Guðný Hrund Karlsdóttir, viðskiptafræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Úr stjórnmálum í fjölmiðla og aftur til baka
– Hvernig líta fjölmiðlamenn á stjórnmál? Hafa eigendur áhrif? Hafa fjölmiðlar skoðanir? Eru fjölmiðlar hlutdrægir?
Róbert Marshall, blaðamaður og frambjóðandi
Framtíð flokkakerfisins – framtíð Samfylkingarinnar
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, leiðir umræður meðal framsögumanna og gesta
Lokaorð – Ný stjórn jafnaðarmanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Baráttusöngvar – Róbert Marshall og Freyr Eyjólfsson
Veislustjóri – Helgi Hjörvar
Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis og eru allir velkomnir.
Ráðstefnustjórar eru Hólmfríður Sveinsdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.