,,Gjaldfrjáls leikskóli ekki tímabær”

,,Umhverfismálum var kastað á bálið fyrir forsetastólinn og gjaldfrjálsum leikskóla brennt af ótímabærum ástæðum. Með þessu áframhaldi verður stefnuskrá VG öll komin á Sjálfstæðisbálið. Vinstri græn eru föst í gildru Sjálfstæðismanna og geta ekki bent á aðra en sjálfan sig í þessum klúðursmálum, þar sem barnafjölskyldurnar halda áfram að axla byrðarnar. Vinstri grænir draga taum ójöfnuðar með þessu nýjasta eldsneyti stefnubrennunnar. Það er nöturlegt að horfa uppá klúðurslegan málfluting oddvita VG þar sem hann hangir í pilsfaldi nýs mentors í pólitík, og nemur þau fræði sem Sjálfstæðismenn eru hvað þekktastir fyrir, stefnusjónhverfingar og hentipólitík.“ Segir Baldur Ingi Ólafsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ í grein dagsins. Nei, þetta voru ekki mín orð sem betur fer. En þetta voru skilaboð oddvita Vinstri-grænna í Mosfellsbæ til okkar.  Samfylkingin lagði til við fyrri umræðu svokallaðrar þriggja ára áætlunar, að gert yrði ráð fyrir gjaldfrjálsum leikskóla.  Þriggja ára áætlun bæjarins er markmiðasetning um rekstur, framkvæmdir og fjármál bæjarins.  Við gerð hennar er leitast við að vanda forsendur svo hún verði sá rammi til lengri tíma sem ætlast er til.  Samfylkingin lagði til við fyrri umræðu hennar að mörkuð yrði stefna á árinu 2007 um að leikskólinn verði gjaldfrjáls og að sú stefna verði að fullu komin til framkvæmda árið 2010 og verði rekstrarreikningi 3ja ára fjárhagsáætlunarinnar breytt í samræmi við það.  Þessu var frestað til seinni umræðu, og var tillögunni vísað frá á þeim forsendum að hún væri ekki tímabær!  

Í stefnuskrá VG fyrir sveitastjórnarkosningar segjast þau vilja að leikskólavistin verði gjaldfrjáls.  Að segja að það sé ótímabært að setja gjaldfrjálsan leikskóla sem langtíma markmið lýsir algjöru metnaðarleysi VG í Mosfellsbæ.  Herra forseti, hvenær er það þá tímabært ef ekki núna?  Heigulsháttur oddvitans er áberandi, þar sem hann hefur ekki þor til þess að standa fyrir stefnumálum síns flokks.  Mögulegt er að þessu verði kastað fram í örvæntingu rétt fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar, annaðhvort í formi ávísana eða sem öðru innantómu loforði VG.  Það verður því að segjast alveg eins og er, að Vinstri grænir eru ótrúverðugir í sínum málflutningi þar sem stefnumálin brenna upp hvert af öðru.  

Umhverfismálum var kastað á bálið fyrir forsetastólinn og gjaldfrjálsum leikskóla brennt af ótímabærum ástæðum.  Með þessu áframhaldi verður stefnuskrá VG öll komin á Sjálfstæðisbálið.  Vinstri græn eru föst í gildru Sjálfstæðismanna og geta ekki bent á aðra en sjálfan sig í þessum klúðursmálum, þar sem barnafjölskyldurnar halda áfram að axla byrðarnar.  Vinstri grænir draga taum ójöfnuðar með þessu nýjasta eldsneyti stefnubrennunnar.  Það er nöturlegt að horfa uppá klúðurslegan málfluting oddvita VG þar sem hann hangir í pilsfaldi nýs mentors í pólitík, og nemur þau fræði sem Sjálfstæðismenn eru hvað þekktastir fyrir, stefnusjónhverfingar og hentipólitík.

Greinin birtist í Mosfelling, bæjarblaði Mosfellsbæjar, í dag.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið