Förum varlega í breytingar á fjármagnstekjuskattinum

Lúðvík Júlíusson fjallar um fjármagnstekjuskatt sem hann sem hann segir ólíkan venjulegum launatekjum.

Upp á síðkastið hafa heyrst háværar raddir um ofurlaun og lágan skatt af arði og fjármagnstekjum.

Ofurlaun í íslensku þjóðfélagi er alveg nýtt fyrirbæri. Það sýnir kannski fyrst og fremst hversu mikið þjóðfélagið hefur breyst á síðustu áratugum, ekki aðeins undir stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er endalaust hægt að deila um réttmæti þessara launa. Fyrst og fremst þarf skattlagning þeirra að vera eins og annarra launa í þjóðfélaginu svo þessi hópur launþega greiði sinn skerf til samneyslu.

Fjármagnstekjur eru ólíkar venjulegum launatekjum. Gerum ráð fyrir venjulegum launþega sem á 10.000 krónur á verðtryggðri bankabók sem ber 3,50% vexti á ári og 2,50% verðbólgu.. Þegar árið er á enda fær hann yfirlit frá bankanum. Þar kemur fram að verðbætur á árinu séu 250 krónur(2,50% verðbólga). Við 10.250 kr. bætast svo vextirnir eða 359 krónur, því þeir reiknast á eign með verðbótum. Að lokum dregst 61 króna frá sem greiddar eru í fjármagnstekjuskatt, en hann reiknast af bæði verðbótum og vöxtum sem eru samtals 609 krónur(6,10% nafnvextir). Í þessu dæmi sést að launþeginn fær 359 krónur í raunvexti og af þeim greiðir hann 61 krónu í skatt eða sem nemur 17% af vaxtatekjum.

Nú er verðbólgan 8,6% og þá greiðir fjármagnseigandinn 32,6% af vaxtatekjum sínum í skatt. Sem er ekki svo ýkja lægra en launamaður greiðir í skatt af tekjum sínum.

Af þessum sökum þá er ekki svo einfalt að hækka fjármagnstekjuskattinn í 15% því þá næmi fjármagnstekjuskatturinn 49% af vaxtatekjum þegar búið er að draga frá verðbætur eða áhrif verðbólgu.

Frítekjumark upp á 100.000 kr er of lágt til þess að ná til raunverulegra hátekjuhópa. 800 þúsund krónur á bók gefur af sér 100.000 kr. í vexti ásamt verðbótum í dag! 800 þúsund krónur er ekki svo ýkja há upphæð þegar um er að ræða ungt fólk sem er að safna fyrir sinni fyrstu íbúð! Það er ekki heldur há upphæð fyrir námsfólk sem vill nota eiginn pening til þess að brúa neyslu þangað til það fær námslán í stað þess að borga háa yfirdráttarvexti!

Það er ekki heldur sanngjarnt að auka skatt á einstaklinga sem með fyrirhyggju safnar pening til að búa sig undir áföll eins og óvæntan tekjumissi, t.d. vegna slysa, uppsagna eða annarra ástæðna.

Það þarf að skoða áhrif hærri skatta betur áður en þeir eru hækkaðir. Það má ekki koma fyrir að ungt fólk sem er að koma yfir sig þaki sé sett undir sama hatt og forstjóri með margar milljónir í tekjur á mánuði.

Eitt besta dæmið er af ungu pari sem er að safna fyrir íbúðarkaupum. Það ætlar að safna sér pening til þess að kaupa sér íbúð sem kostar ca 20 milljónir í dag. Parið þarf að eiga 20% af íbúðarverði sem eru 4 milljónir. Það tekur unga parið 5 ár að spara fyrir húsinu, vextir eru 3,5% og verðbólga er 6%, því mun það þurfa að eiga ca 5 milljónir til þess að geta keypt húsið. Eftir fimm ár er unga parið komið með 5.000.000 kr.

Miðað við 10% fjármagnstekjuskatt

Höfuðstóll Verðbætur Vextir Samtals Fjármagnstekjuskattur

5.000.000 kr. 300.000 kr. 185.500 kr. 485.500kr. 48.550 kr (10,00%)

Í þessu dæmi er fjármagnstekjuskatturinn 26,17% af vaxtatekjum án verðbóta! (48.550/185.500=0,2617)

Miðað við 15% fjármagnstekjuskatt og 100.000 kr frítekjumark

Höfuðstóll Verðbætur Vextir Samtals Fjármagnstekjuskattur

5.000.000 kr. 300.000 kr. 185.500 kr. 485.500 kr. 57.825 kr. (11,90%)

Í þessu dæmi er fjármagnstekjuskatturinn 31,17% af vaxtatekjum án verðbóta! (57.825/185.500=0,3117)

Breytingar á fjármagnstekjuskattinum eru slæmar fyrir fólk sem þarf að spara, td. fyrir húsi, bíl og námi. Fjármagnstekjuskattur verður nánast alltaf hærri sem hlutfall af hreinum tekjum af sparnaði en skattprósentan segir til um.

Það er því mín skoðun að það eigi alls ekki að hækka eða breyta fjármagnstekjuskattinum. Raunverulegar framfarir felast í að afnema undanþágur og tímamörk og skattleggja tekjur af kaupréttarsamingum og öðrum bitlingum hátekjumanna sem laun, en ekki sem fjármagnstekjur. Skilgreina þarf betur hvað eru laun og hvað raunverulegar fjármagnstekjur.

Ég vona að þetta geti verið innlegg í umræðuna um breytingar á fjármagnstekjuskattinum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið