Fjöðrin sem varð að hænu

,,Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylkinguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar“. Segir Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ

Fólk hefur aðeins verið að tapa sér í umræðu um skólagjöld við opinberu háskólana að undanförnu. Það sem skiptir máli í þeirri umræðu er þetta: Í nýju frumvarpi um opinbera háskóla er upptaka skólagjalda ekki heimiluð og það er af því Samfylkingin er á móti skólagjöldum.
Einhvern veginn tókst Sigurði Kára, formanni menntamálanefndar Alþingis, að búa til nokkuð moldviðri í kringum þetta sérlega áhugamál sitt. Það mun hins vegar ekki leiða til neins af fyrrgreindum ástæðum. En það var athyglisvert að sjá hvernig Vinstri græn höguðu málflutningi sínum. Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylkinguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar.
Það eru ekki að koma skólagjöld. Punktur basta. Við getum því öll snúið okkur að öðru, svo sem því neytendamáli að lækka verð á hvítu kjöti eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til.
Varðandi frumvarpið um opinberu háskólana eru hins vegar nokkur atriði sem þarf að laga. Samfylkingarfólk, s.s. Katrín Júlíusdóttir úr menntamálanefnd Alþingis, hefur gert athugasemdir. Í ályktun Ungra jafnaðarmanna um frumvarpið er einkum staldrað við tvennt. Í fyrsta lagi eru gjaldtökuheimildir á nemendur auknar, s.s. vegna inntöku-, upptöku- og fjarprófa. Ekki er sett hámark á heimildirnar og setja Ungir jafnaðarmenn fyrirvara við þessi ummæli í greinargerð: „ [G]jaldtakan [á ]að vera stjórntæki til að stýra eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem um er að ræða hverju sinni.“ Á að fækka upptöku- og fjarprófum?
Þá vilja UJ að fulltrúar skólanna sjálfra hafi meirihluta í háskólaráðum en ekki utanaðkomandi aðilar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Akademían sjálf er best til þess fallin að móta menntastefnuna eins og er m.a. hlutverk ráðsins. Og það á að viðhalda hinni lýðræðislegu hefð gróinna háskólasamfélaga. Háskólarnir eru ekki fyrirtæki sem byggja á gróðamarkmiðum.

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag, 28. apríl 2008

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand