Félagshyggjuverðlaunin 2009

Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna voru veitt í dag kl.16. Félagshyggjuverðlaunin eru veitt þeim sem að mati UJ hafa stuðlað að betra samfélagi.

Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna voru veitt í dag kl.16. Félagshyggjuverðlaunin eru veitt þeim sem að mati UJ hafa stuðlað að betra samfélagi.

Í dómnefnd sátu Anna Pála Sverrisdóttir, Felix Bergsson og Guðrún Ögmundsdóttir.

Verðlaunin að þessu sinni hljóta Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og verkefnið Skólastoð.

Rökstuðningur dómnefndar:

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hlýtur verðlaunin fyrir framlag sitt til umræðu um kynferðisofbeldi. Bók hennar Ofbeldi á Íslandi – á mannamáli hefur vakið gríðarmikla athygli og opnað umræðuna um þennan málaflokk. Bók Þórdísar ber svo sannarlega nafn með rentu, hún er á mannamáli og nær einstaklega vel til lesandans. Kynferðisofbeldi er málaflokkur sem kemur öllum við og Ungir jafnaðarmenn vilja heiðra Þórdísi fyrir að bæta fleiri baráttumönnum gegn ofbeldi í hópinn.

Verkefnið Skólastoð
Alma Tryggvadóttir, Hildur Sunna Pálmadóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir og Margrét Ágústa Sigurðardóttir hljóta verðlaunin fyrir verkefnið Skólastoð. Fréttir bárust af því í haust að margir foreldrar ættu í erfiðleikum með að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af skólagöngu barna þeirra. Þær stúlkur brugðust fljótt við og söfnuðu skólavarningi og námsbókum fyrir þessi börn og unglinga. Verkefnið gekk gríðarlega vel og safnaðist skóladót fyrir um 500 börn. Ungir jafnaðarmenn dást að frumkvæði þeirra og vilja því heiðra þær með þessum hætti. Verkefnið er dæmi um hvernig er hægt að sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið