Enn einum mismælum Villa svarað

Mörgum var áreiðanlega brugðið þegar Vilhjálmur Þ, oddviti Sjálfstæðiflokksins í borgarstjórn, klingdi út á blaðamannafundi sínum í gær með að Samfylkingin væri samsek í svonefndi REI-máli.

Mörgum var áreiðanlega brugðið þegar Vilhjálmur Þ, oddviti Sjálfstæðiflokksins í borgarstjórn, klingdi út á blaðamannafundi sínum í gær með að Samfylkingin væri samsek í svonefndi REI-máli. Sjálfstæðismenn gerðu tilraun til þess að maka eigin skít á aðra borgarfulltrúa fyrir fjórum mánuðum síðan en tókst ekki, hvers vegna að reyna það aftur?

Sigrún Elsa Smáradóttir svarar Vilhjálmi í grein í Morgunblaðinu í dag og í samvinnu við Svandísi Svavarsdóttur svarar hún leiðara Jóns Kaldals, ritstjóra Fréttablaðsins, um sama efni. Þar frábiðja þær sér að axla ábyrgð á axarsköftum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þá ítreka þær að minnihluti hefur ekki völd til þess að breyta samþykktum meirihluta og að aðkoma þeirra hafi aðeins haft eina afleiðingu; að upp komst um fyrirætlanir Sjálfstæðis-, OR- og REI manna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið