Draumastaða Framsóknar orðin að veruleika

Viktor Stefánsson, varaformaður Hallveigar – UJ í Reykjavík, skrifar:

Síðan flóttamannavandinn hófst í Evrópu hafa hægrihreyfingar fagnað, loksins hafa íhaldssinnuð stjórnmálaöfl og popúlískir stjórnmálamenn tækifæri til þess að vinna huga og hjörtu óttasleginna kjósenda. Seinustu tveir áratugir hafa einkennst af miklum og hröðum Evrópusamruna og áhrif Evrópusambandsins og mikilvægi þess í evrópskum stjórnmálum hafa aukist verulega. Miklum tímamótum var náð með innleiðingu fullgilds “fjórfrelsis” (þ.e frjáls flutnings fjármagns, vöru, vinnuafls og þjónustu innan EES) með stofnun Schengen svæðisins árið 1985. En þrátt fyrir hinn augljósa efnahagslega ábata með þátttöku í Evrópusamrunanum þá ætlar Framsóknarflokkuirnn að taka Ísland aftur á 9. áratuginn.

Popúlísk hægri og þjóðernissinnuð öfl í Evrópu hafa alltaf átt erfitt með að sætta sig við frekari Evrópusamruna þar sem orðræða þeirra náði ekki til kjósenda á friðsælum tímum í Evrópu.  En nú er staðan önnur. Eftir alþjóðlegu efnahagskrísuna og þar á eftir blóðugt borgarastríð við dyragætt Evrópu hafa popúlískar hreyfingar í Evrópu blómstrað. Áhersla á óttann við hryðjuverkaöfl í Sýrlandi, vaxandi íslamofóbíu og útlendingaandúð hefur gert stjórnmálastöðuna í Evrópu erfiða. Kosningar í Póllandi, Danmörku, Bretlandi, Ungverjalandi, Króatíu og Portúgal hafa sannað það að þjóðernishyggja og efasemdir um Evrópusamruna hrjá evrópsk stjórnmál.  Á seinustu misserum hefur kastljósum fjölmiðlanna verið beint að Schengen samstarfinu. Það hafa verið draumórar margra íhaldshreyfinga að sjá afturhvarf til landamæraeftirlits og ferðatakmarkana innan Evrópu og ekki síst hér á Íslandi. Nú hefur íhaldið sig upp í umræðunni undir forystu Framsóknarflokksins um Schengen samstarfið, flóttamannastrauminn og endurlífgun á tortryggni í garð alþjóðlegs samstarfs. Forsætisráðherrann ætlar sér nú að nýta sér hryðjuverkaárásir í Evrópu og flýjandi Sýrlendinga til þess að endurlífga úreltar hugmyndir gærdagsins.

Schengen er langt því frá ástæðan fyrir þeim vandamálum sem Evrópa stendur fyrir heldur er það ósamvinnufýsi sem hefur einkennt þær ríkisstjórnir sem skuldbundu sig til samvinnu á sameiginlegum vandamálum.

Íslendingar hafa langa og góða reynslu af þáttöku í ríkjasamstarfi um ferðafrelsi án persónueftirlits á landsmærum. Árið 1957 gerðust Íslendingar aðilar að Norræna vegabréfasambandinu sem svipar til Schengen samstarfsins. Markmiðið var það að veita íbúum Norðurlandan frelsi til þess að ferðast að vild innan sambandsins og deila einum sameiginlegum ytri landamærum.

Í svipaðri mynd var Schengen samningurinn myndaður árið 1985 og var það seinasti liðurinn í fullkomnun “Fjórfrelsis” Evrópska efnahagssvæðisins þar sem frjáls flutningur vöru, fjármagns, vinnuafls og þjónustu var tryggður. Ísland gekk í Evrópska efnahasgsvæðið í árið 1993 og í Schengen samstarfið árið 2001. Deilum við því sömu ytri landamærum með öllum íbúum Schengen svæðisins en engum innri landamærum meðal samstarfsríkja okkar. Schengen samstarfið skuldbindur okkur sem og  öll önnur stjórnvöld til náinnar lögreglusamvinnu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og aukins upplýsingaflæðis milli yfirvalda. Sameiginlegur upplýsingabanki var myndaður fyrir Schengensvæðið sem heldur utan um einkenni eftirlýstra glæpamanna, týndra einstaklinga, stolins varnings og fleira. Ísland, rétt eins og aðrir aðilar að Schengen, reiðir sig á þessar upplýsingar til þess að geta einkennt og hugsanlega upprætt glæpastarfsemi. Án aðildar að þessum gagnagrunni hefðu íslensk yfirvöld ekki getu til þess að einkenna glæpamenn eða stolinn varning. Er það betra að einangra okkur með landamæraeftirliti sem myndi ekki skila árangri eða taka þátt í nánu lögreglusamstarfi með nágrannaþjóðum okkar og hafa aðgang að upplýsingum? Það er rétt að glæpamenn geta dvalið lengi í öðru Schengen ríki án þess að vekja upp grunsemdir en þeim tækist það einnig ef önnur ríki búa ekki yfir  lögreglugögnum sem einkenna þá sem eftirlýsta. Fyrir mér er það ljóst að einangrunarhyggja er úrelt stefna seinustu aldar. Framtíð okkar liggur í Evrópusamruna og náinni samvinnu með erlendum yfirvöldum. Aðild að Schengen svæðinu veitir íslenskum almenningi tækifæri til að ferðast, heimsækja vini og vandamenn, og í samræmi við EES saminginn kost á því að starfa og búa hvar sem er innan Evrópusambandsins.

Það væri því hrein vitleysa að fá blautan draum Framsóknarflokksins upprættan. Enda væri það mikill sigur fyrir hryðjuverkasamtökin að sjá evrópskt samstarf hrynja á tímum sem mannskæð hryðjuverk hafa verið mun færri en á fyrri áratugum, vitna ég hér í nýlega frétt RÚV um málið.

Sameinuð stöndum við, sundruð við föllum.

Viktor Stefánsson

Stjórnmálafræðingur

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand