Bleik orka sveif yfir Akureyri

Laugardaginn 8. mars héldu Ungir jafnaðarmenn ráðstefnu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsinu á Akureyri. Réðstefnan þótti heppnast vel í alla staði. Hér verður smá umfjöllun og myndir frá þessari merku ráðstefnu UJA.

Ungir jafnaðarmenn á Akureyri héldu velheppnaða ráðstefnu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsinu á Akureyri. Um 100 manns mættu á ráðstefnuna síðastliðna helgi og þótti hún heppnast vel í alla staði.

Valdís Anna Jónsdóttir, formaður UJA, opnaði ráðstefnuna og færði fundarstjórn í hendur Svanfríðar Ingu Jónasdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar. Fyrst framsögumanna steig á stokk Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og fræddi fundarmenn um hvað félagsmálaráðuneytið væri að gera jafnréttismálum og hvað væri á döfinni hjá ráðuneytinu í þessum málaflokki.

Því næst var fjallað um stöðu kvenna á atvinnumarkaðnum. Í máli Guðbjargar Andreu Jónsdóttur sérfræðings hjá Capacent kom fram að launamunur kynjanna á landsvísu væru 16 prósent. Þá leiða rannsóknir Capacent í ljós að launamunur á milli kven- og karlstjórnenda hafa aukist undanfarin ár. Kvenstjórnendur höfðu áður 80 prósent af launum karlstjórnenda, en í dag hefur hlutafallið lækkað niður í 66 prósent. Sömu sögu er að segja af kven- og karlsérfræðingum. Guðbjörg Andrea lagði til að gerður yrði miðlægur gagnagrunnur þar sem fólk gæti séð meðallaun í þeim geira sem þeir starfa innan. Slíkt gæti hjálpað konum sem eru á leið út í atvinnulífið að meta hvers konar launkröfur þær eigi að setja fram.

 

Í ljós hefur komið að væntingar kvenna og karla til launa eru mjög ólíkar, en einnig eru staðalímyndir um laun kvenna mjög lífsseigar. Um 26 prósent karla töldu að þeir myndu lækka í launum ef þeir væru konur. Aftur á móti töldu 56 prósent karla að launamunur kynjanna hefði minnkað á móti 33 prósent kvenna sem töldu að svo væri.

Akureyrarbær hefur sett jafnréttismálin í forgang og með virkri jafnréttisstefnu hefur launamuni kynjanna verið eytt. Þetta kom fram í máli bæjarstjóra Akureyrar, Sigrúnar Bjarkar Jónsdóttir. Um 79 prósent starfsmanna Akureyrarbæjar eru konur og mælist nú launamunur hjá Akureyri minnstur af sveitarfélögum landsins. Aðferðin sem bæjaryfirvöld beittu var að breyta skilmálum um yfirvinnu. Áður var mikill munur á því hvernig greitt var fyrir yfirvinnu en nú gengur eitt yfir alla. Stærstur hluti starfsmanna bæjarins fengu launahækkun en fámennur hópur stjórnenda hlaut launaskerðingu.

 

Eftir hádegishlé hélt framkvæmdarstjórinn okkar, Eva Bjarnadóttir mikið og gott erindi um kynjajafnrétti, bæði fyrir og eftir kommúnismans í Austur Evrópu. Aðal punktur Evu var að kerfisbreytingar skila konum ekki því sem við erum að leita af ef viðhorfin breytast ekki í takt.

 

Kristín Ásgeirsdóttir framkvæmdarstjóri jafnréttisstofu kom á eftir Evu Bjarnadóttur og fræddi fundarmenn um sögu kynjajafnréttis á Íslandi. Karl Mattíhasson alþingismaður fjallaði um feminisma og bíblíuna sem og nýtt frumvarp um kynjað námsefni.

Síðust en ekki síst hélt Anna Júlíusdóttir verkakona framsögu, en hún vakti mikla lukku hjá gestum fundarins. Anna hefur sinnt mjög góðu starfi fyrir verkalýðsfélagi Einingar Iðju og hefur meðal annars komið að gerð kjarasamninga, bæði árin 2004 og 2008. Í máli Önnu kom fram að í kvennabaráttunni mætti ekki gleyma verkakonum. Þær þurfa að tryggja sín réttindi, rétt eins og konur í stjórnunarstöðum. Þá sagði Anna að ekki mætti gleyma þeim erlendu konum sem starfa í fiskiðnaðinum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið