Blað UJ fræðir, bætir og kætir!

Nýtt og glæsilegt blað UJ er komið út. Það er að þessu sinni tileinkað Evrópusamstarfi en eins og kunnugt er sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu í sumar.
Nýtt og glæsilegt blað UJ er komið út. Það er að þessu sinni tileinkað Evrópusamstarfi en eins og kunnugt er sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu í sumar. Í blaðinu má finna fjölda aðgengilegra og skiljanlegra greina og viðtala sem hafa það að markmiði að uppfræða um ESB og kynna ýmsar hliðar þess. Vart þarf að tíunda mikilvægi þess að ungt fólk kynni sér málefni Evrópusambandsins og taki þátt í þeirri umræðu sem framundan er um mögulegt samstarf Íslands og ESB. Þetta blað er liður í því.

Blaðinu er dreift í skóla út um allt land og víðar. Gluggaðu í það á leið í tíma, á kaffihúsinu, í bókabúðinni eða á tannlæknabiðstofunni!

Því miður laumuðust nokkur gölluð eintök í dreifingu og biðjumst við velvirðingar á því.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand