Bakvörðurinn í borginni

Hver sá sem sótt hefur á brattann veit að stuðningur - liðveisla og atfylgi sinna samverkamanna er grundvallandi þáttur til að ná á toppinn.

Hver sá sem sótt hefur á brattann veit að stuðningur – liðveisla og atfylgi sinna samverkamanna er grundvallandi þáttur til að ná á toppinn. Það er stundum sagt að framlína stjórnmálaflokkanna séu þeir kjörnu fulltrúar sem annað hvort sitja á háu Alþingi eða eiga sæti í sveitastjórnum landsins og þetta sé fólkið sem hvað mest mæðir á í karphúsi stjórnmálanna.Hver sá sem sótt hefur á brattann veit að stuðningur – liðveisla og atfylgi sinna samverkamanna er grundvallandi þáttur til að ná á toppinn. Það er stundum sagt að framlína stjórnmálaflokkanna séu þeir kjörnu fulltrúar sem annað hvort sitja á háu Alþingi eða eiga sæti í sveitastjórnum landsins og þetta sé fólkið sem hvað mest mæðir á í karphúsi stjórnmálanna. Fullyrðingin kann að vera rétt en þó einungis sem snjall fyrripartur sem vantar betri botn. Og botninn er þá þeir leikmenn flokkanna sem drifnir eru áfram af hugsjón framtíðarinnar og félögin sem þeir stofna með þéttu og vel skipulögðu neti. Félögin eru eldstóin sem heldur lífi í glæðum hugsjónarinnar, þau eru broddflugan sem heldur kjörnum fulltrúum á þeirri braut sem landsmenn lögðu þeim til, þau eru varðan sem vísar veginn þegar slóðinn tapast og þokan þykknar.

Samfylkingarfélagið í Reykjavík er 10 ára í dag. Stofnun félagsins markaði tímamót í sögu jafnaðarmanna á sínum tíma þar sem kjörorðin frelsi, jafnrétti og bræðralag fengu sameinaða rödd manna og kvenna sem trúðu á mátt félagshyggjunar til uppbyggingar á réttlátu samfélagi. Allt frá stofnun félagsins, þar sem hornsteinn jöfnuðar í Reykjavík var lagður, hefur félagið unnið ötult og óeigingjarnt starf í þágu borgabúa sem ósjaldan hefur skilað sér út í betri borg. Það er því óumdeilt, hvað sem hverjum sýnist í kjörklefanum, að stofnun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík var og er heillaspor í sögu borgarinnar.
En það er líka vandaverk að vera jafnaðarmaður á Íslandi í dag í þessu brimandi hafróti uppgjörs og endurreisnar. Nú þegar ,,auðurinn” er að mestu horfinn er það krefjandi verkefni að ætla að halda úti velferðarkerfi sem tryggir jöfnuð og frelsi og þá getur verið freistandi að setja hugsjónina í frost og taka hana síðan út þegar tekur að vora aftur. Slíkt er óásættanlegt hverjum þeim sem hafnar hugmyndafræði græðgi, firringar og sérhagsmuna. Nú þarf fyrst og fremst að byggja á grunni réttlætis og jöfnuðar þar sem frelsið er ekki verðlagt í uppgjöri kauphallanna heldur útdeilt í krafti bræðra- og systralags. Í þeirri vegferð leikur Samfylkingarfélagið Í Reykjavík burðarhlutverk enda öflugur bakvörður í sókn til betri borgar.
Sé fullyrðingin rétt hér að ofan um framlínu stjórnmálanna má með einföldum hætti líkja baklandinu sem varnalínu; uppleggi þar sem vegferðin hefst. Þá er freistandi að grípa til þess fornkveðna og segja að leikir vinnast á snarpri sóknarlínu en mótin á öflugum varnarleik.
Fyrir hönd Hallveigar- félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík óska ég Samfylkingarfélaginu í Reykjavík allra heilla á afmælisdaginn. Félagið lengi lifi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand