Ályktun Ungra jafnaðarmanna um sjálfstæði Palestínu

Ungir jafnaðarmenn fagna því að Alþingi hafi samþykkt þingsálykunartillögu utanríkisráðherra, þess efnis að Íslendingar viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Nú eru Íslendingar komnir í hóp þeirra 128 ríkja sem hafa á undaförnum 23. árum viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

Það var á þessum degi árið 1947 að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þess efnis að stofnuð yrðu tvö sjálfstæð ríki Araba og Gyðinga í Palestínu. Ekki leið á löngu þar til Ísraelsríki var stofnað en ekkert varð úr stofnun ríkis Palestínu fyrr en 40 árum síðar en það hefur ekki enn notið sömu viðurkenningar alþjóðasamfélagsins og Ísraelsríki. 64 árum síðar á, alþjóðlegum samstöðudegi um Palestínu, leggja Íslendngar lóð sín á vogarskálarnar og viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki.

Ungir jafnaðarmenn fagna því að Ísland hafi tekið stórt skref í mannréttindabaráttu þjóðar sem er búin að vera ríkisfangslaus og búið undir ógnarstjórn nágrannaríkis í áratugi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið