[Ályktun] Stöðvið blóðbaðið á Gaza!

Ungir jafnaðarmenn taka undir með utanríkisráðherrum Íslands, Noregs og Svíþjóðar og fordæma innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. UJ hvetja Íslendinga til að senda sendiherra Ísraels áskorun um að stöðva blóðbaðið.

Ungir jafnaðarmenn taka undir með utanríkisráðherrum Íslands, Noregs og Svíþjóðar og fordæma innrás Ísraelshers á Gazasvæðið. Á örfáum dögum hafa hundruð Palestínumanna látið lífið í loftárásum Ísraela. Flest fórnarlambanna eru óbreyttir borgarar; konur, börn og aldraðir. Þúsundir hafa særst og fjölgar hratt nú þegar Ísraelsher hefur ráðist inn á Gazasvæðið.

Vopnahlé Ísraels og Palestínu rann út í sandinn þegar Hamas samtökin tóku að skjóta flugskeytum á yfirráðasvæði Ísraels. Heimatilbúin flugskeyti hafa þó ekki sama mátt og vopn Ísraelsmanna, sem eru í yfirburðastöðu. Líkhús á Gaza eru yfirfull og sjúkrahús eiga í erfiðleikum með að sinna særðum. Skortur er á lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Það er ljóst að aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eru í engu samræmi við ógnina sem stendur af aðgerðum Hamas. Það hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagt, utanríkisráðherra Íslands, og nú síðast ísraelski herinn.

Friðarráð ísraelskra og palestínskra kvenna (IWC) hefur krafist þess að árásum Ísraelshers á Gazasvæðið verði hætt án tafar. Utanríkisráðherra Íslands hefur meðal annars beitt sér ötullega fyrir aðkomu ráðsins að friðarviðræðum og hvetja Ungir jafnaðarmenn hana til áframhaldandi góðra verka í málefnum Mið-Austurlanda.

Áframhaldandi hernaðaraðgerðir Ísraela eru óásættanlegar. Blóðbaðið á Gaza verður að stöðva!

Sendu sendiherra Ísraels (sem staðsettur er í Noregi) áskorun um að stöðva blóðbaðið á Gaza!
Áskorunina má senda með tölvupósti á israel@oslo.mfa.gov.il.

Til: Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi

Loftárásir og innrás á Gaza leiða af sér mannlegar þjáningar og eyðileggjandi ofbeldi sem ýtir undir stjórnleysi og meira ofbeldi.

Saklaust fólk líður fyrir ástandið. Ég krefst þess að blóðbaðið verði stöðvað!

Kveðja,
….

Til: Israels ambassadør i Norge

Bombingen og bakkestyrkene på Gaza fører til store menneskelige lidelser og en destruktiv voldsspral som dyrker frem avmakt og mer vold.

Uskyldige mennesker rammes hver time. Jeg krever at voldsutøvelsen stanses!

Med hilsen

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand