Ályktun Hallveigar um kynjafræði

Hallveig Ungir Jafnaðarmenn í Reykjavík vill að kynjafræði verði gerð að skylduáfanga á öllum brautum framhaldsskóla.
Í kynjafræði fá nemendur tækifæri til að horfa gagnrýnum augum á fyrirframgefin viðmið í samfélaginu og sjá hvað hallar mikið á konur og minnihlutahópa. Það myndi hjálpa mikið við að berjast gegn því óréttlæti sem konur og hinsegin fólk eru beitt ennþann dag í dag á alltof mörgum sviðum samfélagsins.

Staða kvenna og samkynhneigðra er ekki jöfn stöðu gagnkynhneigðra karlmanna og telur Hallveig það ólíðandi að ekki sé farið með baráttuna gegn misrétti í framhaldsskólana. Mikið hallar á konur og samkynhneigða í stofnunum samfélagsins og í umræðunni og launamunur kynjanna er ennþá raunverulegur. Þessi barátta verður að fara að vinnast til að hægt sé að byggja hér samfélag sem byggir á raunverulegu frelsi og jafnrétti allra óháð kyni, kynhneigð og kyngervi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand