Aðalfundur Prímusar, Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi

Aðalfundur Prímusar – Uj í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 20:00 í Hamraborg 11. Gestur fundarins verður Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi, sem skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Aðalfundur Prímusar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 20:00 í sal Samfylkingarinnar, Hamraborg 11. Heiðursgestur fundarins verður Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi, sem skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnar í Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

1. Afhending fundargagna
2. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi setur aðalfund
3. Kosning fundarstjóra og ritara
4. Framlagning ársskýrslu og ársreikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning í embætti
7. Afgreiðsla ályktana og almennar stjórnmálaumræður
8. Önnur mál

Eftir fundinn verður gleðskapur á vegum Ungra jafnaðarmanna í sama húsnæði. Léttar veitingar verða í boði og hljómsveitin Sing for me Sandra leikur fyrir gesti. Allir velkomnir, Kópavogsbúar sem og aðrir landsmenn!

**********************

Tilkynning frá kjörstjórn:
Framboð í embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og embætti þriggja meðstjórnenda Prímusar skulu hafa borist kjörstjórn fyrir klukkan 20:00, föstudaginn 23. apríl 2010. Framboð skulu tilkynnt með því að senda fullt nafn, kennitölu og símanúmer til Stefáns Rafns Sigurbjörnssonar, formanns kjörstjórnar, á tölvupóstfangið stebbirafn@gmail.com. Hægt er að ná í Stefán í síma 848-2450.

Fyrir hönd kjörstjórnar,
Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand