Góðir gestir frá Noregi

Í tilefni útgáfu bókarinnar Pabbi ég lifi, sem kom út í íslenskri þýðingu í vikunni, komu Siri Marie og faðir hennar Erik í heimsókn til Ungra jafnaðarmanna á skrfistofu Samfylkingarinnar.

Í tilefni útgáfu bókarinnar –Ég er á lífi, pabbi sem kom út í íslenskri þýðingu í vikunni, komu Siri Marie og faðir hennar Erik í heimsókn til Ungra jafnaðarmanna á skrfistofu Samfylkingarinnar.

Nokkrir félagar úr UJ áttu góða stund með þeim feðginum þar sem ýmis mál voru rædd. Þar bar m.a.á góma stórauknaþátttöku ungs fólks í samfélags- og stjórnmálum í Noregi eftir 22. júlí í fyrra. Það mátti greinilega sjá í sveitastjórnarkosningunum Noregi, en þá nýtti ungt fólk sér kosningarétt sinn í stórauknum mæli. Fram kom hjá Siri að fyrir hana hafi skrif bókarinnar verið nauðsynleg og með því hafi hún í raun skrifað sig frá atburðunum og það hafi verið sin konar meðferð fyrir sig. Hún lét hluta af ágóða af sölu bókarinnar í Noregi renna til enduruppbyggingar starfsins í Útey. Hún sagðist vona að eyjan verði aftur þessi góði staður sem hún fékk að kynnast síðasta sumar fyrir árásina. Eskil Pedersen formaður AUF sagði stuttu eftir atburðna í Útey að þau myndu ná eynni aftur, af því að í þeirra augum er hún er hjarta Verkamannaflokksins í Noregi.

Feðginin lögðu áherslu á að það yrði að læra af hinum hörmulegum atburðum í Noregi og ekki láta umræðu í anda þeirrar hugmyndafræði sem ódæðismaðurinn stendur fyrir óáreitta. Þetta væri lítill hópur sem samfélagið yrði að bregðast við og tala ávallt gegn þeim hatursáróðri sem hann stendur fyrir.

Siri og Erik voru samheldin og jarðbundin og erfitt er að trúa því að fyrir ári síðan hafið þau staðið frammi fyrir þessum ógurlegu viðburðum, sem mótar hvern þann sem lifir hann af fyrir lífstíð. Ungir jafnaðarmenn voru mjög þakklátir fyrir að þau skildu gefa sér tíma í að líta við á skrifstofu flokksins og óskuðu þeim velfarnaðar.

Bókina, sem er mjög vegleg og mikið myndskreytt má nálgast í öllum betri bókabúðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand