5 misdramatískir stjórnmálaþættir sem enginn áhugamaður um pólitík má missa af

Rósanna Andrésdóttir er trítilóður sjónvarpsglápari sem var að leggja lokahönd á stjórnmálafræði í HÍ.  Rósanna er virkur jafnaðarmaður, hugrakkur femínisti og frakkur fagurkeri.  Rósanna sagði okkur frá uppáhalds stjórnmálaþáttunum sínum.

 

1. BorgenBorgen-43

Borgen er einn af mínum uppáhaldsþáttum, en hann sameinar allt það sem maður getur óskað sér í hágæða sjónvarpsþætti, -sterka kvenfyrirmynd, pólitíska klækjaleiki og hina fögru dönsku tungu! Þættirnir fjalla um Birgitte Nyborg, formann jafnaðarmannaflokksins De Moderate, sem verður nokkuð óvænt fyrsti kvenforsætisráðherra Danmerkur eftir erfiðar kosningar þar sem flokkur hennar tapar þónokkru fylgi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að valdatíð hennar verður enginn dans á rósum þar sem pólitískir andstæðingar og fjölmiðlamenn keppast við að gera henni og ríkisstjórn hennar lífið leitt. Ef að flókið samspil stjórnmálamanna, fjölmiðlafólks og áróðursmeistara kveikja jafn mikið í þér og mér, þá máttu ekki láta Borgen framhjá þér fara!

 

2. House of CardsHouse_of_Cards_Spacey_BW

House of Cards fjalla um hinn spillta Francis Underwood, þingflokksformann Demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Honum finnst hann svikinn af flokksforystunni og ekkert mun stoppa hann í að ná hefndum og um leið sem mestum völdum. Underwood er vondi kallinn af bestu gerð, algjörlega siðblindur, metnaðargjarn og einstaklega orðheppinn! Enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í kænsku og útsjónarsemi nema Claire, kona hans, -og mynda þau því hið fullkomna power-teymi einstaklinga sem skilja fátt eftir sig nema sviðna jörð og líf í rúst. House of Cards er uppfullt af bolabrögðum, valdaklækjum, pólitískum hrossakaupum og  valdafíkn af bestu gerð – þáttur sem engin áhugamanneskja um pólitík má missa af!

 

3. ScandalOlivia_Pope_-_ABC

Scandal eru þættir af pólitískum toga en fjalla þó um aðra hlið pólitíkurinnar en þættirnir hér að ofan. Þættirnir fjalla um Oliviu Pope og teymi hennar sem kemur í veg fyrir pólitíska skandala og reddar málunum áður en mál sem undir eðlilegum kringumstæðum myndi eyðileggja pólitískan feril einstaklinga. Með hverjum þættinum kynnumst við betur Pope og sambandi hennar við valdamikla einstaklinga í samfélaginu og þá aðallega forseta Bandaríkjanna; Fitzgerald Grant.  Það sem fæstir vita er að karakter Pope byggir að hluta til á fyrrum fréttaritara Bush eldri sem stofnaði síðar krísustjórnunarfyrirtæki en starfar einnig sem einn af aðalpródúserum þáttarins. Hver þáttur er troðinn af spennu, drama og kynferðislegri spennu og kemur með áhugaverðan vinkil á bandarísk stjórnmál sem fáir aðrir en innstu koppar stjórnmálaflokka fá að kynnast.

 

4. Parks and RecreationParks and Recreation - Season 6

Þrátt fyrir að flestir pólitískir þættir séu hádramatískir og fjalli um kjörna einstaklinga á efstu stigum stjórnsýslunnar má enginn láta gullmola eins og Parks and Rec. fram hjá sér fara! Þættirnir fjalla um starfsmenn garðadeildar í smábænum Pawnee. Deildin er skipuð skrautlegum einstaklingum sem saman mynda einstaklega skemmtilega heild og það hefur ekki liðið einn þáttur án þess að ég gráti út hlátri, -yfirleitt oftar en einu sinni. Hjarta deildarinnar er hin duglega og klára Leslie Knope sem brennur fyrir hinu opinbera og þarf á hverjum degi að réttlæta tilvist deildarinnar og opinberra stofnanna almennt fyrir hinum geðstirða Ron Swanson, yfirmanni deildarinnar. Allir með vott af húmor og blæti fyrir Amy Poehler VERÐA að sjá þessa seríu!

 

5. Political AnimalsElaine-Barrish-Promo-political-animals-31888147-1024-768

Þátturinn Political Animals fjallar um Elaine Barrish, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, sem hefur stjórnmálaferil sinn eftir að eiginmaður hennar stígur úr embætti sínu, umdeildari sem aldrei fyrr eftir að upp komst um framhjáhald hans í forsetatíð hans. Eftir að tapa fyrir Paul Garcetti í forkosningum Demókrataflokksins tekur hún stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Garcetti. Hljómar kunnuglega ekki satt? Höfundar þáttanna virðast hafa fengið innblástur af sögu Clinton hjónanna þegar þeir sömdu þættina þó þeir byggi vissulega ekki algjörlega á þeirra sögu. Þættirnir eru dramatískir og áhugaverðir en fyrsta sería er aðeins 6 þættir. Háværar raddir hafa þó krafist áframhaldandi framleiðslu á þessum stórskemmtilegu þáttum. Spurningin er hvort höfundar þáttanna séu að bíða eftir tilkynningu Hillary um næstu skref sín í pólitík áður en þeir ráðast í að skrifa næstu seríu?

Greinin birtist fyrst í 1. tbl. Jafnra og frjálsra í október 2014.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand