Tví- og pankynhneigð ungmenni upplifa minni stuðning

Tví- og pankynhneigð ungmenni upplifa minni stuðning frá samfélagsinu en samkynhneigð ungmenni. Tvíkynhneigðum og pankynhneigðum er oft sagt að sjálfsmynd þeirra sé bara „tímabil“ og þau upplifa að þau séu ekki til, þó rannsóknir hafi sýnt að tvíkynhneigðir eru 52 prósent allra sem skilgreina sig LGB (lesbian, gay og bi). Vefurinn Bisexual Resource Center segir frá.

Ný skýrsla frá Human Rights Campaign sýnir að tví- og pankynhneigð ungmenni eiga oft erfiðara uppdráttar en samkynhneigð ungmenni. Á meðal þess sem skýrslan sýnir fram á er að:

  • Einungis 4% af pankynhneigðum ungmennum upplifa að þau „passi algjörlega inn“ í samfélagið
  • Tvíkynhneigð ungmenni upplifðu minni skilning frá fjölskyldu sinni en samkynhneigð ungmenni
  • Tvíkynhneigð ungmenni eru ólíklegri en samkynhneigð ungmenni til að vera búin að koma út úr skápnum gagnvart fjölskyldu og vinum

Stuðningur við tví- og pankynhneigð ungmenni er nauðsynlegur fyrir bætta velferð þeirra og heilsu. Fræðsla er mjög mikilvæg í þessum efnum.

Fyrir frumkvæði Ungra jafnaðarmanna og sveitarstjórnarfulltrúa Samfylkingarinnar hafa fjölmörg sveitarfélög hafa nú samþykkt að efla hinseginfræðslu nemenda grunnskóla. Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að fræðslan nái einnig til þeirra sem starfa með börnum, svo sem kennara og annarra. Þá vilja Ungir jafnaðarmenn einnig efla hinseginfræðslu í framhaldsskólum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið