Ráðherraskipan Halldórs

Þann 15. september á næsta ári er stefnt að gera nokkrar breytingar á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðuneytið mun færast til framsóknarmanna og Halldór mun væntanlega setjast í stól Davíðs. Afdrif formanns Sjálfstæðisflokksins eru óljós og hefur hann lítið sem ekkert gefið upp hvað hann muni gera; taka sæti í ríkisstjórn undir forystu Halldórs eða hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Þann 15. september á næsta ári er stefnt að gera nokkrar breytingar á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðuneytið mun færast til framsóknarmanna og Halldór mun væntanlega setjast í stól Davíðs. Afdrif formanns Sjálfstæðisflokksins eru óljós og hefur hann lítið sem ekkert gefið upp hvað hann muni gera; taka sæti í ríkisstjórn undir forystu Halldórs eða hverfa af vettvangi stjórnmálanna.

Eitt er þó á hreinu varðandi þessar væntanlegu tilfæringar ríkisstjórnarflokkanna – ráðherrastólum sjálfstæðismanna mun fjölga um einn. Halldór og félagar fórnuðu ráðherrastóli Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, til sjálfstæðismanna og var tilkynnt í vor að Sigríður Anna Þórðardóttir muni taka við embættinu. Ólíkt Davíð þá gaf Halldór ekkert upp í vor hvort að einhver rótering yrði gerð á ráðherraliði flokksins í september á næsta ári. Framtíð Sivjar sem ráðherra er því með öllu óljós en hún sagðist engu að síður í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hún hygðist sækjast eftir að gegna ráðherradómi áfram.

Allir vilja vera með að leika
Í kjölfar orða Sivjar leitaði fréttastofa Stöðvar 2 eftir viðbrögðum ráðherra Framsóknarflokksins. Öll sögðust þau ætla að stefna að sitja áfram sem ráðherrar og varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, varð hálf móðgaður og sagði að auðvitað yrði varaformaður Framsóknarflokksins áfram ráðherra – annað gengi einfaldlega ekki upp. Þá er spurning hvort Siv verður áfram ráðherra og ef svo er – hver þeirra þriggja, Árni, Jón eða Valgerður, mun þurfa að víkja?

Framsóknarflokkur landsbyggðarflokkur
Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið 1916 þegar tveir flokkar sameinuðust, Óháðir bændur og Bændaflokkurinn, og hann hefur alla tíð síðan sótt mestan hluta fylgis síns til landsbyggðarinnar. Eftir að fjórflokkakerfið myndaðist 1930 var flokkurinn nær alltaf næst stærstur. Undirritaður fjallaði m.a. um fylgi flokksins seinustu áratuga í grein hér á Pólitík.is í janúar fyrr á þessu ári. Staðreyndin er sú að á seinustu árum og áratugum hefur Framsóknarflokkurinn verið að tapa fylgi og þingstyrkur höfuðborgarsvæðisins hefur verið að aukast á kostnað landsbyggðarinnar.

Í kosningunum í vor hlaut flokkurinn 14.9% atkvæða í Suðvesturkjördæmi, tæplega 11.5% í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu. Í Norðaustur- og Suðurkjördæmi fékk flokkurinn 21.7% og 23.7%. Fylgið var langmest í Norðausturkjördæmi þar sem flokkurinn hlaut 32.8% atkvæða og fjóra þingmenn. Flokkurinn hélt sínum 12 þingmönnum og þar komu átta af landsbyggðinni. Í kosningunum árið 1995 hlaut flokkurinn 15 þingmenn og komu 11 af landsbyggðinni. Þingmönnum flokksins af höfuðborgarsvæðinu fjölgaði því hlutfallslega þegar kosningaúrslitin frá því fyrir átta árum eru borin saman við úrslitin í vor.

Flokkurinn hefur styrkst, þó ekki mikið, á höfuðborgarsvæðinu og sú staðreynd að þingmaður Austfirðinga til fjölda ára og formaður flokksins skyldi bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæminu í vor gerir það að verkum að undirritaður leyfir sér að draga þá ályktun að flokkurinn hyggi á landvinninga á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum. Ennfremur muni flokkurinn reyna að ,,nútímavæða” sig og höfða meira til yngri kjósenda.

Árni, Jón eða Valgerður?
Árni, sem Halldór er sagður sjá sem arftaka sinn sem formann flokksins, verður vafalaust ráðherra áfram, enda aðeins búinn að vera ráðherra í stuttan tíma. Valgerður leiddi flokkinn í Norðausturkjördæmi og þar fékk hann sína langbestu kosningu eða 32.8% atkvæða og fjóra þingmenn kjörna – Valgerði, Jón Kristjánsson, Birki Jónsson og hinn ,,staðfasta liðsmann Framsóknarflokksins” Dagnýju Jónsdóttur. Segja má því að Valgerður sé örugg um að sitja áfram sem ráðherra – auk þess sem hún var kosin ,,Kona ársins” á dögunum af hinu stórkostlega tímariti Nýju lífi. Jón Kristjánsson virðist standa veikast ef gerðar verða breytingar á ráðherraskipan flokksins. Hann tapaði fyrir Valgerði í baráttu sinni um 1. sæti lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, þá kemur hann særður undan harðri orrahríð seinustu daga og vikna um samkomulag og efndir við öryrkja og þegar næst verður gengið til kosninga verður Jón á 65. aldursári.

Siv eða Jónína
Þrátt fyrir góðan sigur framsóknarmanna í kjördæmi Valgerðar og Jóns þá þykir undirrituðum afar líklegt að Jón verði gert að víkja úr stóli heilbrigðismálaráðherra og að höfuðborgarsvæðið verði styrkt með því að Siv eða Jónína Bjartmarz verði gerðar að heilbrigðismálaráðherra. Margir töldu í vor að Jónína yrði félagamálaráðherra en hún leiddi lista flokksins Reykjavíkurkjördæmi suður en í staðinn var nýkjörinn 2. þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður valin. Jónína er sögð hafa verið afar ósátt með þessa skipan og hún mun því vafalítið gera tilkall til ráðherrastóls verði gerðar einhverjar breytingar í september á næsta ári. Þá er einnig hægt að velta þessu máli upp með því að skoða kynjahlutfallið á meðal framsóknarráðherranna verði engar breytingar gerðar. Valgerður mun þá vera eini kvenráðherra flokksins og Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa betri hlutfall með þær Þorgerði Katrínu og Sigríði Önnu í ráðherrastólum sem og Sólveigu Pétursdóttir í embætti forseta Alþingis. Framsóknarflokkurinn mun því skipa annaðhvort Siv eða Jónínu í stól heilbrigðismálaráðherra í staðinn fyrir Jón Kristjánsson þann 15. september 2004 og hlýtur Siv að teljast mun líklegri til að hljóta hnossið.

Á móti þessu öllu kemur ein veigamikil breyta sem getur haft áhrif á það hvort að þessu verði – en talverðar ólgu og kergju hefur gætt milli ríkisstjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabilsins og það er spurning hvort að samstarf flokkanna taki ekki brátt enda.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand