Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið gefið út í 17 ár. Þá má segja að á næsta ári verði blaðið orðið sjálfráða.

Þema blaðsins er þátttaka ungs fólks í starfinu og farið yfir það helsta sem að gert hefur verið á starfsárinu.

Óli Valur ritstjóri Jöfn og Frjáls segir að hugmyndin hafi verið að hvetja fólk til að mæta. „Það getur verið svo erfitt að taka fyrsta skrefið og að mæta, ég veit það að eigin reynslu. Þannig ég vildi sýna það skemmtilega starf sem að UJ er að vinna svo að öll geta fundið eitthvað við hæfi.“ Sagði Óli Valur.

Útgáfu blaðsins var svo fagnað hátíðlega á Loft Hostel. Þar afhenti Óli Valur, Lilju Hrönn forseta Ungs Jafnaðarfólks fyrsta blaðið. Svo fór hann yfir innihalds blaðsins ásamt því að fagna þeirri vinnu sem búið er að leggja í útgáfuna.

Hægt er að nálgast blaðið hjá Ungu Jafnaðarfólki á Hallveigarstíg, en blaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu UJ.

Hægt er að lesa rafræna útgáfu af Jöfn og Frjáls hér.   

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið