Allar breytingartillögur UJ

Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á menntamálastefnu Samfylkingarinnar:

Að við „Fjárfestum í menntum“ á blaðsíðu 4 bætist við eftirfarandi áherslupunktur:

fjármagn verði tryggt til að efla geðheilbrigði innan menntastofnanir landsins.

Að eftirfarandi undirkafli bætist við:

Mannréttindi í menntakerfinu

Samfylkingin leggur áherslu á:

 • femíníska menntastefnu þar sem kynjafræði er fléttuð inn í námsefni á öllum skólastigum, þ.m.t. leikskólastigi. Einnig skal kynjafræði gerð að skyldufagi í öllu kennaranámi.
 • efla geðheilbrigði í menntastofnunum landsins m.a. með því að tryggja aðgengi nemenda að sálfræðingum, félagsráðgjöfum og aðra sérmenntuðum starfsmönnum á öllum skólastigum
 • boðið sé upp á hinseginfræðslu í grunn- og framhaldsskólum í samstarfi við hagsmunasamtök hinsegin fólks
 • íslenskukennsla fyrir innflytjendur, samlögun/gagnkvæm aðlögun
 • bjóða þarf öllum nemendum af erlendum uppruna upp á fyrsta flokks íslenskukennslu. Leita þarf leiða til að veita þeim sem besta aðstoð við móðurmálskennslu.
 • að allar menntastofnanir stefni að fullu aðgengi

Að við „Öflugir framhaldsskólar“ á blaðsíðu 5 bætast eftirfarandi málefnapunktar:

auka sjálfræði framhaldsskóla til að haga skipulagi og lengd náms með sínum hætti, innan marka aðalnámsskrár

 • l stefnt sé að því að framhaldsskólar séu gjaldfrjálsir
 • l fólki á öllum aldri sé tryggt aðgengi að framhaldsskólanámi

Að við „Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna bætist við:

l  stórbæta þarf stuðning við námsmenn erlendis

l auka og bæta þjónustu LÍN við lántaka, svo sem með mánaðarlegum samtímagreiðslum og tryggja stofnuninni fjármagn og mannafl til að standa undir góðri þjónustu
Að áherslupunkturinn

námsstyrki og námslán á sanngjörnum kjörum sem nægja til framfærslu vera mikilvægan

lið í því að tyggja jafnrétti til háskólanáms.

Breytist í

berjast fyrir að námsstyrkir og námslán á sanngjörnum kjörum tryggi framfærslu. Það er mikilvægur liður í því að tryggja jafnrétti til háskólanáms.

Að við mætist eftirfarandi undirkafli:
Löggæsla og réttarkerfið

 

Samfylkingin leggur áherslu á að:

 • Efla löggæslu
 • úrbætur í meðferð kynferðisafbrota hjá lögregluyfirvalda

Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á velferðarstefnu Samfylkingarinnar:

Að við „Öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum“ bætast við eftirfarandi áherslupunktar:
l  Húsnæði-fyrst stefnu sem úrræði fyrir heimilislausa, þá sem glíma við fíknivanda

l  fjölga stúdentaíbúðum
Að áherslupunkturinn „ríki og sveitarfélög ráðist í uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk og jafnframt

þjónustukjarna sem hægt er að þjónusta fólk út frá inn í þær íbúðir sem fólk velur sér til

búsetu.“ breytist í

l  Fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk sem henti þörfum þess og í samræmi við óskir þeirra, sbr. samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks

 

Að við „Málefni barna og fjölskyldna bætast við eftirfarandi áherslupunktar:

l  Tryggja fagleg, opinber úrræði fyrir ungt fólk og börn með margþættan félagslegan vanda

l  hið opinbera vinni að styttingu vinnuvikunnar í þágu fjölskylduvænna samfélags
Að við áherslupunkturinn „brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem veldur foreldrum vandræðum í dag“ breytist í

„l  brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla sem veldur foreldrum vandræðum í dag. Til lengri tíma þarf að fjölga ungbarnaleikskólum til muna, en í millitíðinni þarf að efla faglegan ramma utan um dagforeldrakerfið“

Að við „Útrýmum fátækt“ bætist við eftirfarandi áherslupunktur:

Efla aðgang fólks af erlendum uppruna að félagslegu kerfum hins opinbera og upplýsingum um réttindi þeirra, m.a. með túlka- og tungumálaþjónustu og stofnun embættis umboðsmanns fólks af erlendum uppruna
Að undir „Bætum kjör og aðstæður öryrkja“ verði gerðar eftirfarandi breytingar:

„almannatryggingakerfið tryggi mannsæmandi lífeyri þeim sem ekki hafa haft möguleika á að ávinna sér lífeyri vegna lágra launa og/eða skertrar atvinnuþátttöku.“

verði

almannatryggingakerfið tryggi mannsæmandi lífeyri í samræmi við lágmarkslaun þeim sem ekki hafa haft möguleika á að ávinna sér lífeyri vegna lágra launa og/eða skertrar atvinnuþátttöku

að punkturinn sem nú hljóðar

við örorkumat verði horft til möguleika og getu fólks en ekki til sjúkdómsgreiningar og

færniskerðingar.

verði breytt í

við örorkumat verði horft til möguleika og getu fólks en ekki til sjúkdómsgreiningar og færniskerðingar, samhliða því að tryggð verði atvinnuúrræði við hæfi fyrir þá sem metnir eru með takmarkaða starfsgetu

 

„ljúka heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu“ verði

„ljúka heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og bæta þjónustu við notendur“

að við „Heilbrigðismál“ bætast eftirfarandi áherslupunktar:
l  Velferðakerfið grípi einnig þá sem ekki hafa aðgang að sjúkrasjóðum stéttafélaga

l  afnema biðtíma eftir því að komast aftur inn í sjúkratryggingakerfið eftir búsetu erlendis

l  stórefla grunnheilbrigðisþjónustu í hinum dreifðu byggðum

l  stefna að því að opna fleiri fæðingardeildir út á landi og í millitíðinni tryggja að fæðingarorlof dekki þegar konur þurfa að flytja búferlum til að eignast börn

 

að „efla geðheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónusta verði aðgengileg í framhaldsskólum.“

breytist í

l  bregðast við bráðavanda í geðheilbrigði þjóðarinnar, efla geðheilbrigðisþjónustu og að sálfræðiþjónusta verði aðgengileg í framhalds- og háskólum.
Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á atvinnustefnu Samfylkingarinnar:

Að undir „Atvinnumál“ bætist eftirfarandi áherslupunktur:

l  Ísland sæki um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu

Að undir „Virk atvinnustefna“ bætist eftirfarandi áherslupunktur:

l  Hlutverk úrskurðarnefndar jafnréttismála verði útvíkkuð svo hún taki mið af þáttum eins og kyngervi, uppruna, fötlunar, kynhneigðar, lífsskoðana.
Að undir „Ferðaþjónusta“ bætist eftirfarandi áherslupunktur:

l  Efla faglegt eftirlit ferðaþjónustunnar

Að undir „Landbúnaður“ bætist eftirfarandi áherslupunktar:

l  Stefna að því að banna loðdýrarækt og í millitíðinni efla eftirlit með framleiðslunni með dýravelferð að leiðarljósi

l  setja á fót dýralögreglu sem framfylgir ströngum skilyrðum um velferð dýra og náttúru

l  efla grænmetisrækt

 

og að áherslupunkturinn „rekstrarumhverfi landbúnaðarins verði með þeim hætti að það styrki byggðir, auki frelsi bænda og leiði af sér hagkvæma og vistvæna gæðaframleiðslu“ breytist í
l  rekstrarumhverfi landbúnaðarins verði með þeim hætti að það styrki byggðir, auki frelsi bænda og leiði af sér hagkvæma og vistvæna gæðaframleiðslu, t.d. með landgreiðslum.
Að við „Orkuauðlindir“ bætist:

Samfylkingin leggur áherslu á

 • að nóg sé komið af virkjunum og orkufrekri stóriðju
 • efla rannsóknir á sjálfbærum orkugjöfum svo sem vindorku- og sjávarfallsvirkjunum
 • tryggja aðgang að þriggja fasa rafmagni um allt land

 

að við „Samgöngumál“ bætist eftirfarandi áherslupunktar:
·      bæta net rafhleðslustöðva fyrir rafbíla

 • efla innanlandsflug

Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á umhverfisstefnu Samfylkingarinnar:

að við „Aðgerðir gegn loftlagsvá og súrnun sjávar“ bætist við eftir farandi áherslupunktur:
·      Vinna að orkuskiptum í samgöngum á láð og legi

Að við stefnuna bætist eftirfarandi undirkafli

Baráttan gegn plasti

Ef ekki verður farið í róttækar aðgerðir til að draga úr plastnotkun í heiminum, mun verða jafnmikið af plasti og fisk í sjónum árið 2050.

 • Ísland á að vera í heimsforystu í að banna notkun á einnota plasti, og skal stefnt að því að Ísland verði laust við einnota plast árið 2020
 • Ísland leggi sitt af mörkum við hreinsun á höfum heimsins

 

að undir „Græna hagkerfið“ bætist eftirfarandi áherslupunktur:

·      umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í innkaupastefnu opinberra aðila
Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á lýðræðis-, mannréttinda- og stjórnarskráarstefnu Samfylkingarinnar

 

að undir „Lýðræði og fjölmiðlar“ bætast við eftirfarandi áherslupunktur:

 • Ríkisútvarpið verði áfram hornsteinn frjálsrar fjölmiðlunar og miðlunar menningar

  og að áherslupunkturinn „hér á landi þrífist sjálfstæðir, öflugir fjölmiðlar“ verði breytt í

 • hér á landi þrífist sjálfstæðir, öflugir fjölmiðlar, og leitað verði leiða til að styrkja rekstrargrundvöll rannsóknarblaðamanna og héraðsblaða

að við „Mannréttindi og jafnrétti“ bætast eftirfarandi áherslupunktar:

·      Auka fjárframlög til Útlendingastofnunar til að bregðast við auknu álagi og hraða málsmeðferð

 • Auka ráðstöfunartekjur hælisleitenda sem bíða úrlausnar mála þeirra
 • auka tækifæri til að sinna samfélagsþjónustu í stað fangavistar
 • táknmálskennsla sé í boði á öllum skólastigum

 

að áherslupunkturinn

 

„Ísland verði áfram í fararbroddi í réttindabaráttu hinsegin fólks og að íslensk stjórnvöld

beiti sér fyrir réttindum hinsegin fólks á heimsvísu, gegn hatursorðræðu og ofbeldi. Vill

Samfylkingin að stjórnvöld noti öll tækifæri sem þeim gefst til að gagnrýna

mannréttindabrot gegn hinsegin fólki um allan heim.“

 

breytist í eftirfarandi tvo áherslupunkta:

 

 • Ísland taki sig á í réttindabaráttu hinsegin fólks og stefni á að Ísland uppfylli regnbogakort ILGA Europe
 • íslensk 
stjórnvöld beiti sér fyrir réttindum hinsegin fólks á heimsvísu, gegn hatursorðræðu og ofbeldi. Vill Samfylkingin að stjórnvöld noti öll tækifæri sem þeim gefst til að gagnrýna mannréttindabrot gegn hinsegin fólki um allan heim.

 

að áherslupunkturinn

 

„bjóða föngum betrunarvist í stað refsivistar, m.a. með því að efla menntun fanga og draga

þannig úr líkum á endurteknum afbrotum. Mikilvægt er að hlúa að aðstandendum fanga

en nú er hvorki fyrir hendi fagleg aðstoð við aðstandendur né aðstaða fyrir þá í

fangelsunum.“

 

breytist í

 

 • bjóða föngum betrunarvist í stað refsivistar, m.a. með því að efla menntun og sálfræðiþjónustu fanga og draga þannig úr líkum á endurteknum afbrotum. Mikilvægt er að hlúa að aðstandendum fanga en nú er hvorki fyrir hendi fagleg aðstoð við aðstandendur né aðstaða fyrir þá í fangelsunum.

 
Ungir jafnaðarmenn leggja til eftirfarandi breytingar á utanríkisstefnu Samfylkingarinnar:

Að eftirfarandi texti á blaðsíðu 15 í stefnuskjali:

Ísland vinni af metnaði að þróunar- og mannréttindamálum og að friðarboðskapur verði

grunnstef í utanríkisstefnu landsins enda bitnar stríðsrekstur og ofbeldi mest á þeim sem

síst skyldi.

VERÐI
Ísland vinni af metnaði að þróunar- og mannréttindamálum og að friðarboðskapur verði

grunnstef í utanríkisstefnu landsins, sér í lagi innan Atlantshafsbandalagsins, enda bitnar stríðsrekstur og ofbeldi mest á þeim sem

síst skyldi.
að áherslupunkturinn

„fríverslunarsamningar verði gerðir við Bretland vegna útgöngu Breta úr

Evrópusambandinu (Brexit).“ falli burt.
Að við „Fólk á flótta“ á blaðsíðu 16 í skjali bætist:
Auka framlag Íslands til Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
l  endurskoðun Dyflinarreglugerðarinnar með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi

l  Íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að Evrópusambandið og þjóðir innan þess axli ábyrgð á flóttamannavandanum og taki við fleiri flóttamönnum

Við „Frjáls Palestína“ á blaðsíðu 16- 17 í skjali bætist:
Jerúsalem verði ekki einhliða gerð höfuðborg Ísraels
við „Alþjóðastjórnmál“ breytist áherslupunkturinn
„að íslensk stjórnvöld séu málsvarar friðsamlegrar samvinnu þjóða á milli, afvopnunar og útrýmingar gereyðingarvopna í öllu alþjóðlegu samstarfi“

verði

 

„l  að íslensk stjórnvöld séu málsvarar friðsamlegrar samvinnu þjóða á milli, afvopnunar og útrýmingar gereyðingarvopna í öllu alþjóðlegu samstarfi og undirriti sáttmála SÞ um bann við gereyðingarvopnum.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand