Hleð Viðburðir

Landsþing UJ 2024

31 ágú 2024
Kæra unga jafnaðarfólk!
Landsþing Ungs jafnaðarfólks fer fram laugardaginn 31. ágúst í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43, 220 Hafnarfirði.
Öll sem skráð eru í UJ eru velkomin á landsþingið og við hvetjum sérstaklega þau sem hafa áhuga á starfi Ungs jafnaðarfólks til að skrá sig fyrir þingið.
Skráning í UJ fer fram hér: https://xs.is/takathatt
Skráning á landsþingið fer fram hér https://forms.gle/YkDax7rM6nLH2k52A
Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 27. ágúst kl. 23:59 og hvetjum við því öll til þess að skrá sig sem fyrst.
Dagskrá landsþings verður birt þegar nær dregur.
Ályktanir og lagabreytingatillögur skulu sendar á forseti@uj.is fyrir kl. 23:59 mánudaginn 26. ágúst 2024.
Kosið verður skv. lögum um þrjá meðstjórnendur í framkvæmdastjórn til tveggja ára, um einn meðstjórnanda í framkvæmdastjórn til eins árs, um einn fulltrúa framhaldsskólanema til eins árs og um 12 miðstjórnarfulltrúa til eins árs í senn. Auk þeirra verður kosið um 4-6 varafulltrúa í miðstjórn og tvo skoðunarfulltrúa reikninga.
Framboð skulu berast á kjorstjorn@uj.is og rennur framboðsfrestur út kl. 11:00 á landsþingsdegi.
Við hvetjum öll áhugasöm til að bjóða sig fram
Hjólastólaaðgengi er á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Deila viðburði

  • Þessi viðburður er liðinn.

Upplýsingar

Dags:
31 ágúst

Staðsetning

Hafnarfjörður

Skipuleggjandi

Ungt Jafnaðarfolk
Netfang
forseti@uj.is
View Skipuleggjandi Website