Diss og almenn leiðindi

Diss og almenn leiðindi

„Ef væru allir eins og ég þá yrði betra hér.“ Við höfum sennilega flest ef ekki öll verið sammála Soffíu frænku á einhverjum tímapunkti þegar okkur finnast rök, eða rökleysa, annarra fáránleg. Enda höfum við jú alltaf rétt fyrir okkur.

Þjóðarskömm

Þjóðarskömm

Ósjaldan berast Íslendingum fréttir um hversu vel þeir standa sig á ýmsum sviðum. Hér er gott heilbrigðiskerfi, tjáningarfrelsi er almennt virt og við stöndum okkur almennt vel þegar kemur að mannréttindum og virðingu við fólk sem býr hér á landi.

Búum við í sófalýðræði?

Búum við í sófalýðræði?

Í fyrsta skiptið í langan tíma fór ég í kröfugöngu 1. maí. Ég mætti niður á Strandgötu litlu áður en gangan hófst. Í fyrstu var ég ekki viss hvort ég var mættur á réttan stað á réttum tíma fyrr en ég heyrði í lúðrasveitinni sem hafði staðsett sig á bílastæðinu við bókasafnið. Ég hugsaði með mér „í alvöruni er þetta allt fólkið sem mætir?”.

1. maí ræða Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur

1. maí ræða Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur

Á baráttudegi verkalýðsins er vel við hæfi að við jafnaðarmenn komum saman, fögnum unnum sigrum og lítum til verkefna framtíðarinnar. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims, með frábært heilbrigðiskerfi, góð mennta- og velferðarkerfi, mikið landrými og gnótt auðlinda. Við eigum bjarta framtíð en til að treysta og byggja upp hið góða samfélag þarf skýra stefnu, vinnusemi og bjartsýni.

Yfirlýsing vegna landsdóms

Yfirlýsing vegna landsdóms

Landsdómur hefur dæmt í máli Geir H. Haarde. Niðustaða málsins sýnir að ástæða hafi verið til að fara í þennan feril, og er hún fyrst og fremst áfellisdómur yfir óvandaðri stjórnsýslu í aðdraganda hrunsins.

Af réttarhöldum

Af réttarhöldum

Í dag hófust réttarhöld á hendur hryðjuverkamanni. Næstu vikur mun hann geta tjáð heiminum hugsjónir sínar, þar sem fjölmiðlaumfjöllunin verður gríðarleg, og því mun hann fá mikla athygli.