Grænn sósíalismi -braut að betri heimi

Natan Kolbeinsson skrifar um grænan sósíalisma.

„Heimurinn er með hita sem stafar af hlýnun jarðar og sjúkdómurinn er hið kapítalíska hagkerfi.“
-Evo Morales, forseti Bólivíu

Grænn sósíalismi er samþætting hugmyndafræði félagshyggjufólks um félagslega réttlátt samfélag og svo umhverfisverndarsinna um verndun náttúrunnar. Hugmyndin er að vestrænar þjóðir hætti þeirri rosalegu neyslu sem æ ljósar er að gera útaf við plánetuna og að auðnum verði dreift jafnar meðal ríkja heimsins.

Í dag er staðan þannig að ef allir ættu að lifa eins og við Íslendingar þá þyrfti tíu jarðir en því miður höfum við bara þessa einu sem við búum á. Það gefur auga leið að Ísland þarf að minnka vistspor sitt ef við ætlum að stoppa eyðingu jarðar svo framtíðarkynslóðir mannkyns geti lifað á þessari jörð.

Kerfisbreytingar, ekki loftslagsbreytingar

Að minnka vistsporið -svo hin fátæku ríki heims geti aukið lífsgæði íbúa sinna án þess að flýta enn frekar fyrir eyðingu jarðar- er þó bara ein hlið þess sem grænir sósíalistar vilja ná fram. Til að ná fram auknum lífsgæðum í fátækari ríkjum heims án þess að hraða eyðingu jarðar þarf líka að jafna leikvöllinn og þar kemur inn hið ódrepandi mottó félagshyggjunnar: „Hver gefur það sem hann getur og fær það sem honum nægir.„“

Einstaklingar í vestrænum ríkjum þurfa að minnka þessa gífurlegu miklu neyslu sem við erum að keyra hagkerfi okkar á í dag og byrja að taka einungis það sem við þurfum og gefa það sem við getum til að þeir sem minna hafa geti átt mannsæmandi líf.

Hagvöxtur í iðnvæddum samfélögum þar sem nóg er til svo allir geti lifað góðu lífi er fullkomlega órökréttur þar sem þessi hagvöxtur er keyrður áfram á því að ganga á auðlindir sem framtíðar kynslóðir geta svo ekki notað seinna meir.

Neysla vestrænna ríkja á kostnað þeirra fátæku

Neysla okkar er ekki bara óumhverfisvæn og skapar vá heldur er hún líka samfélagslega óréttlát. Buxur út í búð sem kosta 15 þúsund krónur kosta það því verkafólki í öðrum löndum er haldið niðri með lágum launum sem ekki duga til þessa að verkalýðurinn geti lifað mannsæmandi lífi. Þetta er gert svo hagkerfi vestrænna ríkja geti haldið áfram að stækka og neysla okkar aukist.

Verkalýði fátækra ríkja er kerfisbundið haldið niðri svo hægt sé að keyra áfram þetta tortímandi hagkerfi sem kapítalisminn hefur búið til. Það sést vel að ef við viljum tryggja að allir á þessari jörðu eigi í sig og á án þess þó að ganga endanlega frá umhverfinu verðum við að byrja á því að minnka þá neyslu sem við í hinum vestræna heimi höfum vanist.

Grænn sósíalismi er róttæk hugmyndafræði og markmið hennar eru langt frá því að verða að veruleika en þetta er samt sem áður hugmyndafræði réttlætis.

 

Greinin birtist fyrst í 1. tbl Jafnra og frjálsra í október 2014.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand