Ungir jafnaðarmenn sækja ráðstefnu FNSU í Finnlandi

Ungum jafnaðarmönnum var boðið að taka þátt í ráðstefnu Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum (FNSU) í Helsinki nú um helgina, en þema ráðstefnunnar var samstaða (e. solidarity). Ráðstefnuna sóttu fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna Eva Indriðadóttir formaður, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson varaformaður og Branddís Ásrún Eggertsdóttir skuggaumhverfisráðherra. Ráðstefnan var haldin á ráðstefnuhótelinu Korpilampi, sem er frægt fyrir að vera vettvangur þjóðarsáttasamninga Finna á 8. áratugnum. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um hvernig nýkjörin hægri ríkisstjórn Finnlands, sem inniheldur m.a. Finnaflokkinn – hægri öfgaflokk sem elur á innflytjendahatri, hefur nú þegar unnið gegn áratugalangri þjóðarsáttinni sem kennd er við Korpilampi. Á meðal annarra umræðuefna á ráðsefnunni var róttækur feminismi og hvernig nota má samfélagsmiðla og internet-memes til að benda á hversdagsójafnrétti, alþjóðleg samstaða verkalýðshreyfingarinnar og hvernig fyrirhugaður fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gæti haft áhrif á samstöðu og aðstæður evrópskra launþega. Þá var mikið rætt um uppgang hægri öfgaflokka og hvernig þeir hafa spilað á væntingar fólks til velferðarkerfisins og reynt að eigna sér að vera eina stjórnmálaaflið sem geti varið velferðarkerfið gegn því sem slíkir flokkar vilja meina að sé helsta ógnin við kerfið: innflytjendur og flóttafólk. Mikil samstaða og baráttuhugur ríkti meðal ráðstefnugesta, sem komu frá 10 löndum, og óhætt að fullyrða að framtíð jafnaðarmennsku á Norðurlöndunum sé björt þrátt fyrir að kaldir hægri vindar blási nú um stjórnmál álfunnar.

Fyrir utan þétta dagskrá ráðstefnunnar gafst íslensku fulltrúunum færi á að kíkja í sánu, ganga um íðilfagra finnska náttúru og skoða sig um í höfuðborginni.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand