Borgaðu þínar eigins skuldir ..

.. sagði strákurinn sem finnst það algert prinsipp mál að borga ekki Icesave skuldirnar. „Almenningur á sko ekki að borga skuldir bankana“. Þetta er útúrsnúningur. Icesave reikningarnir eru ekki skuldir bankanna heldur skuldir ríkisins.

.. sagði strákurinn sem finnst það algert prinsipp mál að borga ekki Icesave skuldirnar. „Almenningur á sko ekki að borga skuldir bankana“.

Þetta er útúrsnúningur. Icesave reikningarnir eru ekki skuldir bankanna heldur skuldir ríkisins. Innistæðurnar voru tryggðar af íslenska ríkinu og eru þar af leiðandi á ábyrgð okkar allra. Það má svo sannarlega deila um réttmæti þessarar ríkisábyrgðar en því verður ekki breytt eftir á.

Okkur ber skylda til að greiða þessar skuldir. Lagaleg ábyrgð  liggur hjá okkur. Ríkisstjórnin og samninganefndin hefur unnið baki brotnu til þess að ná hagstæðustu mögulegu samningum við Breta og Hollendinga. Fróðustu konur og menn landsins segja að við höfum náð eins góðum árangri í samningaviðræðunum og hægt er. Glapræði sé að fara fyrir dómsstóla. Það sé eins og að spila rússneska rúllettu með ríkisfjármál. Þjóðfélagið okkar.

Dómsstólaleiðin mun taka mörg ár. Á þeim tíma munum við skattgreiðendur tapa gríðarlegum fjármunum. Við munum halda áfram að búa við atvinnuleysi, hátt verðlag, niðurskurð í grunnstoðum heilbrigðis- og menntakerfis. Gjaldeyrishöft og tóman ríkiskassa. Fólksflótta og fyrirtækjaflótta.

Til hvers?

Ég segi já við Icesave samningnum. Ég kýs að taka skref áfram.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur