[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla flýtisölu á REI

UJR furða sig á hringlandahætti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavík Energy Invest. Telur UJR það afleita hugmynd borgarfulltrúa flokksins að selja beri hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu með flýti. Til þess eru engar málefnalegar ástæður og augljóst að með þessu er einungis verið að breiða yfir trúnaðarbrest innan meirihluta borgarstjórnar. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) furða sig á hringlandahætti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavík Energy Invest. Telur UJR það afleita hugmynd borgarfulltrúa flokksins að selja beri hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu með flýti. Til þess eru engar málefnalegar ástæður og augljóst að með þessu er einungis verið að breiða yfir trúnaðarbrest innan meirihluta borgarstjórnar. Tímabært er að borgarstjórnarmeirihlutinn taki hagsmuni Reykvíkinga fram yfir eigin aðgerðaþörf til að koma á pólitískum friði í eigin herbúðum.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lagt áherslu á að borgin eigi ekki að koma að áhætturekstri með þátttöku sinni í Reykjavík Energy Invest.  Vill UJR minna á í því samhengi að REI var stofnað fyrir rúmu hálfu ári og var ljóst frá upphafi að því var ætlað að koma að útrásarstarfsemi. Ekki bar á hugmyndafræðilegum ágreiningi innan raða borgarfulltrúanna þá og kemur vandlæting þeirra á aðkomu borgarinnar að starfsemi fyrirtækisins nú undarlega fyrir sjónir.

UJR leggja áherslu á að yfirvöld fari sér að engu óðslega á komandi vikum og mánuðum og krefjast þess að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest verði ekki seldur með óðagoti.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa jafnframt alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við samruna Reykjavík Energy Invest við Geysir Green Energy. Ljóst er að lýðræðislegir stjórnarhættir voru hafðir að engu við ákvarðanatöku í málinu og að ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá í því máli. Er sérstaklega vert að benda á mikilvægi þess að farið verði ítarlega yfir vafasamar ákvarðanir stjórnar REI um kaupréttarsamninga til handa ,,lykilstarfsmönnum“, sem virðast illa þola nánari skoðun.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand