Þjóðarskömm

Ósjaldan berast Íslendingum fréttir um hversu vel þeir standa sig á ýmsum sviðum. Hér er gott heilbrigðiskerfi, tjáningarfrelsi er almennt virt og við stöndum okkur almennt vel þegar kemur að mannréttindum og virðingu við fólk sem býr hér á landi.

Ósjaldan berast Íslendingum fréttir um hversu vel þeir standa sig á ýmsum sviðum. Hér er gott heilbrigðiskerfi, tjáningarfrelsi er almennt virt og við stöndum okkur almennt vel þegar kemur að mannréttindum og virðingu við fólk sem býr hér á landi. En það er ýmislegt sem bendir til þess að íslenska stjórnkerfið og viðmót Íslendinga almennt í sumum tilvikum nær ekki til fólks í útlöndum eða þeirra sem eru ekki búsettir hér á landi.

Það hlýtur að teljast þjóðarskömm að Íslendingum hefur ekki borið gæfa til að taka tillit til sjálfsagðs rétts barna að vera ekki sett í fangelsi þegar þau koma til landsisns. Íslendingar koma almennt vel fram við börnin sín. Í þessu felst meðal annars að við setjum ekki börnum sem búa hér á landi í fangelsi við fyrsta brot. Viðmiðin varðandi börn frá örðum löndum eru á kerfisbundinn hátt öðru vísi og það er þjóðarskömm. Það er óskiljanlegt að þetta skuli viðgangast í okkar landi.

Sömuleiðis bárust fréttir af því um daginn þar sem gefið var í skyn að íslenskir útgerðarmenn stunduðu fiskveiðar við strendur Afríku sem telja mætti til rányrkju. Nú tek ég ekki afstöðu til þess hvort allt sem hefur komið fram um þetta sé rétt, þ.e. hvort íslenskar útgerðir stundi ránveiðar við strendur Afríku. En það sem vekur hjá mér óhug er að fáir virðast kippa sér upp við það að útgerðir, sama hvort þær séu íslenskar eða ekki, fremja kerfisbundna rányrkju á kostnað þeirra sem búa við þessi svæði. Á Íslandi er mikið gert úr því að nýting auðlinda á Íslandi og í hafinu í kringum landið skili samfélaginu hér á einhvern hátt, t.d. í atvinnu eða til fjármögnunar samfélagsþjónustu.

En getur verið að Íslendingum sé alveg sama þegar það liggur fyrir að aðrar þjóðir eiga ekki þess kost vegna þess að erlend útgerðarfélög stunda ránveiðar á svæðinu? Ef það kæmi í ljós að íslensk útgerðarfélög komi að slíkum veiðum, þá er væri þjóðarskömm. Samviska okkar mun ekki þola það að við komum svona miklu verr fram við aðra en við þá sem búa hér.

Ásþór Sævar Ásþórsson
Varaformaður Ungra jafnaðarmanna
og nemi í lögfræði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand