Þingmenn, í gegn með lög til verndar konum!

apollo-11

LEIÐARI Mér finnst það ömurlegur málflutningur sem heyrst hefur að undanförnu, að frumvörpin um bann á vændiskaupum og við nektardansi séu gælumál sem eigi að víkja fyrir brýnni hagsmunum við að endurreisa efnahaginn.

apollo-11

LEIÐARI „Bann við kaupum á vændi og bann við klámstöðum eru litlar kröfur til að gera til stjórnarflokkanna en breyta miklu fyrir samfélagið. Við krefjumst þess að þessum lögum verði hleypt í gegnum þingið fyrir lok þess. Ef ekki munum við ekki greiða stjórnarflokkunum atkvæði okkar.“

Svona hljómar krafa sem gengur á facebook og er réttmæt – það er að segja þetta með bannið við kaupum á vændi og nektardansi. Auðvitað stranda samt þessi mál ekki á Samfylkingunni eða Vinstri grænum. Góð mál stranda núna á því að Sjálfstæðismenn kjósa að eyða tímanum í að til dæmis syngja hið ágæta lag Laugardagskvöld á Gili (sjá stutt vídjó hér til hægri á síðunni).

Mér finnst það ömurlegur málflutningur sem heyrst hefur að undanförnu, að frumvörpin um bann á vændiskaupum og við nektardansi séu gælumál sem eigi að víkja fyrir brýnni hagsmunum við að endurreisa efnahaginn. Það að endurreisa efnahaginn er hluti af því að endurreisa samfélagið. Við ætlum að búa hérna til sterkara samfélag og annar hluti af því er að sýna enga þolinmæði gagnvart ofbeldi gegn konum. Auk þess eykst ofbeldið í erfiðu árferði svo ef einhvern tímann voru þetta mikilvæg mál, þá er það núna.

Ég veit vel að það er enginn tími eftir af þinginu núna og kosningar eftir tólf daga og tvær umræður eftir í báðum málum. Mér finnst samt að þessi tvö mál ættu að fara í gegn. Það er margbúið að ræða þau í þinginu áður. Hættið að þvælast fyrir, Sjálfstæðismenn!

Að lokum nokkur orð frá allsherjarnefnd þingsins um nektardansstaði. Mjög dipló orðalag en segir samt sitt: „Nefndin telur því í ljósi upplýsinga lögreglu að verulegar líkur séu á því að á þessum stöðum starfi í einhverjum mæli einstaklingar sem ekki njóta fullra persónuréttinda og eru mögulega fórnarlömb mansals eða annars konar misneytingar. Nefndin bendir í því sambandi á að alþjóðlegir glæpahringir eru fyrirferðarmiklir í framboði á konum til starfsemi af þessum toga.“

Bann við kaupum á vændi og bann við nektardansstöðum eru tvö pínulítil skref fyrir þingmenn að stíga en risaskref fyrir konur sem eru beittar kynferðisofbeldi.

Áfram þingmenn!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand