Olía og völd

Umfjöllunin um samráð olíufélaganna varð að lokum til þess að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, sagði af sér. Eins og svo oft áður fer allt of lítið fyrir því sem máli skiptir í umræðunni. Hér á eftir fer örlítil tilraun til að setja hlutina í samhengi.Olíufélögin, þá sérstaklega Skeljungur og Esso, hafa alla tíð verið nátengd núverandi stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þau hafa komist upp með að stunda verðsamráð nánast fyrir opnum tjöldum svo lengi sem elstu menn muna. Neytendasamtökin, FÍB, fræðimenn og einstaka stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa margsinnis vakið máls á því. Umfjöllunin um samráð olíufélaganna varð að lokum til þess að borgarstjórinn, Þórólfur Árnason, sagði af sér. Eins og svo oft áður fer allt of lítið fyrir því sem máli skiptir í umræðunni. Hér á eftir fer örlítil tilraun til að setja hlutina í samhengi.

Olíufélögin, þá sérstaklega Skeljungur og Esso, hafa alla tíð verið nátengd núverandi stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þau hafa komist upp með að stunda verðsamráð nánast fyrir opnum tjöldum svo lengi sem elstu menn muna. Neytendasamtökin, FÍB, fræðimenn og einstaka stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa margsinnis vakið máls á því.

Fyrir örfáum árum ætlaði kanadískt olíufélag, Irving Oil, að hasla sér völl á markaðnum. Eftir að hafa kynnt sér vinnubrögð væntanlegra keppinauta kipptu eigendur félagsins að sér höndum. Ástæðan var augljós. Íslensku félögin þrjú stóðu saman sem einn maður gegn hinni útlendu samkeppni og beittu bolabrögðum, sem íslensk stjórnvöld létu átölulaus með öllu.

En af hverju var olíusamráðið látið með öllu átölulaust? Af hverju fengu félögin að svindla á okkur árum og áratugum saman án þess að gera raunverulega tilraun til að fela það? Þetta var algerlega grímulaust.

Skyldi skýringanna vera að leita í lokuðu bókhaldi stjórnmálaflokkanna? Spyr sá sem ekki veit. Þó læðist að manni sá grunur að raunverulegir sökudólgar í þessu olíuhneyksli finnist ekki fyrr en farið hefur verið ofan í saumana á tengslum olíufélaganna við stjórnmálaflokkanna. Keyptu félögin sér heimild til að hlunnfara þjóðina? Það er spurning sem ekki fæst svarað fyrr en bókhaldið hefur verið opnað. Það gæti í það minnsta skýrt viðbrögð forsætisráðherra þegar formaður Samfylkingarinnar sagði hann hlaupa í vörn fyrir olíufélögin. Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Það er synd að vinsæll og vaxandi borgarstjóri Reykjavíkur hafi þurft að víkja sæti. Hann verður ekki minni maður fyrir vikið. Hann sýnir þvert á móti að hann er tilbúinn að axla ábyrgð, að taka afleiðingum gjörða sinna. Nokkuð sem ýmsir ráðamenn landsstjórnarinnar mættu taka sér til fyrirmyndar.

Þórólfur slysaðist inn í þetta gróna samráðsumhverfi og vann þar í örfá ár. Hann var bara smápeð í smátíma. Vissulega hefði verið réttast af honum að ganga hreinlega út, eins og hann sagði reyndar sjálfur í blaðaviðtali, en var það raunverulegur kostur?

Vinnuveitandinn, Olíufélagið HF, var og er eitt stærsta og máttugasta fyrirtæki landsins. Stjórnarmenn og forstjórar fyrirtækisins voru og eru máttarstólpar í íslensku atvinnulífi. Smám saman rann upp fyrir markaðsstjóranum að ekki var allt eins og það átti að vera. Hvað átti hann að gera? Var hægt að búast við því af hálffertugum fjölskylduföður að hann færi gegn þessu mikla bákni?

Ég er ekki viss um að nokkur málsmetandi maður hefði hlustað hefði hann valið þann kostinn. Hann hefði orðið að taka pokann sinn í fullkominni óvissu um hvort hann ætti yfir höfuð afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Það hefði verið hrein fífldirfska. Yfirmennirnir voru engin lömb að leika sér við, þeir höfðu alls staðar ítök. Þó að þeir séu særðir og hálfaumir núna var slagkraftur þeirra mikill á þessum árum

Annars snýst málið ekki um þessa yfirmenn heldur þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta var einfaldlega hluti af gamla kerfinu, þegar stjórnmál snerust að miklu leyti um aðgang að kjötkötlunum. Ekki veit ég hversu mikið eimir eftir af þessum gamla hugsunarhætti en þó grunar mann að enn séu margt sem ekki hefur komið fram í dagsljósið, og muni jafnvel aldrei verða lýðum ljóst.

Nú er lag að taka upp nýja og betri siði. Fyrsta skrefið er að opna bækur stjórnmálaflokkanna. Tengsl fyrirtækja og stjórnmálaflokka verða einfaldlega að þola dagsljósið. Á meðan bækurnar liggja lokaðar er engin leið að dæma gjörðir stjórnmálamanna og flokka.

Grunsemdum um að Skeljungur og Esso kaupi sér heimildir til að svindla á okkur með því að leggja fé í sjóði stjórnmálaflokkanna verður að eyða eða fá staðfestar. Það þarf enga hefnd og ekkert blóð, það þarf bara að leggja spilin á borðið og vinna svo skynsamlega úr niðurstöðunum.

Eftirleiknum ráða Davíð, Halldór og þeirra fólk. Opnun bókhaldsins er nauðsynleg fyrir framvindu og þróun lýðræðisins í landinu. Það eru engin skynsamleg rök fyrir feluleiknum. Séu sjóðir stjórnmálaflokkanna gerðir opinberir og öllum aðgengilegir þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af því að flokkarnir kaupi sér atkvæði með innihaldsrýrum auglýsingum korteri fyrir kosningar. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því hverjir kosta þessar auglýsingar og enginn þarf að velta því fyrir sér hvort einhver hafi verið að kaupa sér ,,innistæðu”. Opnun bókhaldsins er skilyrði fyrir gegnsæi í stjórnmálum og aukinni tiltrú almennings á stjórnmálamenn.

Ég held að það verði olíufélögunum til góðs að láta af þessum úreltu starfsháttum kjötkatlasamfélagsins. Í stað þess að eyða öllu sínu púðri í samráð verður vonandi reynt að styrkja félögin í samkeppni. Með gamla laginu töpuðu allir. Ég held að það sama gildi um stjórnmálin. Ef við losum okkur við hókus pókus aðferðirnar græða allir, meira að segja stjórnmálamennirnir sjálfir, sem þá neyðast til að láta verkin tala í stað 30 sekúndna auglýsinga á fjögurra ára fresti.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand