Ingvar Þór Björnsson býður sig fram til formanns Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Núverandi formaður félagsins, Óskar Steinn Ómarsson, ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs. Hann hefur gengt embættinu síðastliðin tvö ár.

Ingvar Þór var kjörinn í stjórn Bersans á síðasta ári, eftir að hafa verið virkur í félaginu um nokkra hríð. Í vetur hefur hann gegnt embætti framhaldsskólafulltrúa í stjórn Ungra jafnaðarmanna.

Aðalfundur Bersans fer fram næstkomandi laugardag, 19. september, klukkan 19:00 í Samfylkingarhúsinu að Strandgötu 43.